Kristur Frelsaei Vor

25/36

Kafli 24—Pílatus dæmir Jesúm

JESÚS var því leiddur frá Heródesi og komu þeir aftur með hann til Pilatusar, hann varð mjög óánægður og spurði, hvað þeir vildu að hann skyldi gjöra. Hann minti þá á, að hann hefði yfirheyrt Jesúm, en ekki fundið neina sök hjá honum. Hann sagði að þeir gætu ekki sannað neitt af því, sem þeir höfðu ákært hann fyrir. KF 129.1

Og þar að auki, hefðu þeir nú íarið með hann til Heródesar, sem væri Gyðingur eins og þeir, og hann hefði heldur ekki fundið neina sök hjá honum, sem gæti verðskuldað dauða. En til þess að sefa ofsann í Gyðingunum sagði hann: KF 129.2

»Eg ætla því að refsa honum og láta hann lausan«. (Lúk. 23, 16). KF 129.3

Hér kom í ljós breiskleiki Pilatusar. Hann var búinn að viðurkenna að Jesús væri saklaus; hversvegna. átti þá að refsa honum? Þessu gleymdu Gyðingar ekki undir allri yfirheyrslunni. Nú voru þeir búnir að fá hinn rómverska landshöfðingja til þess að hrasa, og nú höfðu þeir mikið meiri von um að geta fengið hann til að dæma Jesúm til dauða. KF 129.4

Lýðurinn heimtaði nú með miklum ákafa að fanginn skyldi deyja. KF 129.5

Meðan Pílatus beið hikandi og vissi naumast hvað hann átti að gjöra, fékk hann bréf frá konu sinni, er hljóðaði þannig: KF 129.6

»Eig þu ekkert við þenna réttláta mann; því að margt hefi eg þolað í dag hans vegna í draumi«. (Matt. 27, 19). KF 130.1

Pílatus fölnaði við þessi tíðindi; en lýðurinn æstist enn meir, er hann sá ráðleysi hans. KF 130.2

Pílatus sá að eilthvað varð að gjörast. Á páskahátíðinni var það venja að landshöfðinginn gæfi lýðnum lausan einn bandingja, þann er hann óskaði. Hinn róinverski her hafði fyrir skömmu handsamað illræmdan ræningja, er hét Barrabas og var upphlaupsmaður og morðingi. Pilatus sneri sér að lýðnum og mælti með mikilli alvöru: KF 130.3

»Hvorn æskið þér að eg gefi yður lausan, Barrabas, eða Jesúm, sem kallast Kristur?« (Matt. 27, 17). KF 130.4

En þeir kölluðu upp, allir í einu hljóði og sögðu: Burt með þenna mann, en gef oss Barrabas lausan«. (Lúk. 23, 18). KF 130.5

Pilatus stóð orðlaus af undrun og vonbrigðum. Með því að breyta á móti sannfæringu sinni og bera málið undir lýðinn, misti bann virðingu sína og valdið yfir fólkinu. Hér eftir var hann einungis verkfæri í höndumþess, því nú gat það haft hann eins og það vildi. Hann spurði: KF 130.6

»Hvað á eg þá að gjöra við Jesúm, sem Kristur er kallaður?« KF 131.1

Með einum munni hrópuðu þeir: »Hann skal krossfestur«. KF 131.2

En hann sagði: »Hvað ílt hefir hann þá gjört?« KF 131.3

En þeir æptu þess ákafar og sögðu: »Hann skal krossfestur!« (Matt. 27, 22. 23). KF 131.4

Pilatus fölnaði, er hann heyrði þetta hræðilega óp: »Hann skal krossfestur!« Hann hafði aldrei hugsað að það mundi komast svona langt. Hann hafði margsinnis sagt að Jesús væri saklaus, en þó heimtaði lýðurinn að hann skyldi þola þann hræðilega dauða. Hann spurði því aftur: KF 131.5

»Hvað ílt hefir hann þá gjört?« Aftur heyrðist þetta óttalega óp: »Krossfestu hann! Krossfestu hann!« KF 131.6

Pilatus gjörði enn hina siðustu tilraun til að hræra lýðinn til meðaumkvunar, en árangurslaust. KF 131.7

Særður, þreyttur og máttvana var Jesús húðstrýktur í augsýn þeirra er ákærðu hann. KF 131.8

»Og hermennirnir fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á hötuð honum, og færðu hann í purpurakápu; og þeir gengu til hans og sögðu: Heill vert þú, konungur Gyðinganna! Og þeir gáfu honum kinnhest«. (Jóh. 19, 2. 3). KF 131.9

Þeir hræktu á hann, og einn þeirra tók reyrstafinn, er þeir höfðu fengið honum, og sló með honum á þyrnikórónuná, er hann hafði á höfðinu, svo þyrnarnir stungust inn i enni hans og blóðið rann niður andlitið. KF 131.10

Það var Satan, sem var forsprakki hermannanna við þessa grimmilegu misþyrmingu á frelsaranum. KF 131.11

Aform hans var, ef mögulegt væri að reita hann til reiði og fá hann til að hefna sin, eða að koma honum til að frelsa sjálfan sig með kraftaverki, og ónýta þannig endurlausnar-áformið. Ef Jesús hefði haft einn einasta blett á lift sínu, ef hann hefði i eitt einasta sinn látið bugast á þessari þungu reynslustund, þá hefði það guðs lamb verið ófullkomin fórn, og endurlausn mannanna mistekist. KF 131.12

En hann, sem réði yfir herskörum himnanna og á hverju augnabliki gat - kallað englasveitir sér til hjálpar, hann, sem með því að opinbera hátign sína og guðdómskraft, hefði getað slegið kvalara sína til jarðar á svipstundu, já, hann bar nú með göfugri rósemi hið smánarlegasta spott og rangsleitni. KF 132.1

Eins ogkvalarar Jesú óvirtu sjálfa sig með framkomu sinni, svo að þeir urðu likari djöílum en mönnum, eins sýndi Jesús með langlundargeði, að hann var hátt hafínn yíir mennina og hafði guðlegt eðli. KF 132.2

Pilatus varð mjög hrærður af framkomu hans. Hann gjörði boð eftir Barrabas, og hann var færður inn í dómssalinn. Hann lét fangana standa hvern við hliðina á öðrum, benti á frelsarann og mælti alvarlega og í klökkum róm: KF 132.3

»Sjá, þar er maðurinn! Eg leiði hann nú aftur út til yðar, til þess að þér vitið, að eg finn enga sök hjá honum«. (Jóh. 19, 5. 6). KF 132.4

Þarna stóð sonur guðs, klæddur purpurakápu og með þyrnikórónu á höfði og blóðugt andlit, er bar vott um kvalir og þreytu; en aldrei hafði það verið fegurra en nú. Svipurinn lýsti mildi og undirgefni og hinni innilegustu meðaumkvun með binum grimmu óvinum. KF 133.1

Bandinginn, sem stóð við hlið bans, var algjörlega gagnstæður honum; því hver dráttur i andliti hans lýsti þvi, að hann væri forhertur glæpamaður. KF 133.2

Meðal þeirra, er viðstaddir voru, höfðu sumir meðaumkvun með Jesú. Jafnvel prestarnir og fræðimennirnir fóru nú að hugsa að hann mundi vera sá, sem hann sagðist vera. En þeir vildu ekki láta undan, þeir höfðu æst lýðinn upp á móti honum, og nú heyrðist enn ópið frá manngrúanum: KF 133.3

»Krossfestu! krossfestu!« KF 133.4

Að siðustu misti Pilatus alla þolinmæði yfir þessari grimd og rangsleitni lýðsins og hann sagði: »Takið þér hann og krossfestið, því að eg finn enga sök hjá honum«. (Jóh. 19, 6. 7). KF 133.5

Pílatus gjörði alt sem hann gat, til þess að láta Jesúm lausan, en Gyðingar hrópuðu: KF 133.6

»Ef þú lætur hann lausan, þá ert þú ekki vínur keisarans. Hver sem gerir sjálfan sig ad konungi, hann ris á móti keisaranum«. (Jóh. 19, 12). KF 133.7

Þetta hitti Pílatus þar sem hann var veikastúr fyrir. Hin rómverska ríkisstjórn hafði þegar fengið vantraust á honum, og hann vissi að slíkt gat orðið honum til falls. KF 133.8

En þegar nú Pílatus sér, að hann kemur engu til leiðar, tók hann vatn, þvoði liendur sínar í auðsýn mannfjöldans og mælti: KF 133.9

»Sýkn er eg í blóði þessa réttláta manns; þér verðið að sjá fyrir því«. (Matt. 27, 24). KF 133.10

Það var árangurslaust fyrir Pílatus að reyna að sýkna sig af ábyrgðinni á dauðadómi Jesú. Ef hann hefði frá byrjun sýnt staðfestu og breytt eftir sannfæringu sinni, þegar hann sá, hvað rétt var, þá hefði lýðurinn aldrei geta komið honum til að láta undan, hann mundi aldrei hafa vogað að reyna að rísa á móti honum. KF 133.11

Ósjálfstæði hans orsakaði það að hann féll. Hann sá að hann gat ekki látið Jesúm lausan, nema missa stöðu sína og álit mannanna. KF 134.1

Og þvi tók hann þann kostinn að fórna saklausu lífi, heldur en að missa sitt veraldlega vald. Hann lét undan kröfum mannfjöldans og lét aítur húðstrýkja Jesútn og framseldi hann svo til krossfestingar. En þrátt fyrir þetta úrræði hans, kom það fyrir hann, er hann óttaðist mest. Hann var ræntur mannorði sínu, og embættið síðan tekið af honum, og með særðum metnaði og yfirkominn af greniju réð hann sér bana, ekki mjög löngu eftir krossfestingu frelsarans. KF 134.2

Þannig mun og fara fyrir öllum þeim, er ganga i þjónustu syndarinnar; þeir munu að lokum uppskera einungis sorg og eyðileggingu. Það er vegur, sem manninum sýnist réttur, þótt endi bans sé dauðinn. KF 134.3

Pegar Pilatus kvað sig sýknan af blóði Jesú, svaraði Kaifas, þrjózkufullur: »Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor«. KF 134.4

Þessi hræðilegu orð, voru endurtekin af prestunum og síðan af fólkinu. KF 135.1

Það var óttalegur dómur, sem þeir kváðu upp yfir sjálfum sér. Það var hræðilegur arfur, sem þeir eftirlétu eftirkomendum sinum. KF 135.2

Þetta kom einnig bókstaflega fram á þeim, þá er hinn hræðilegi viðburður átti sér stað, að Jerúsalem var eyðilögð hér um bil fjörutíu árum síðar. KF 135.3

Og það hefir einnig komið fram á þeim síðan, því þeir hafa tvístrast og flækst um víða veröld, fyrirlitnir og ofsóttir af öðrum þjóðum. KF 135.4

En tvöfalt mun það þó koma fram á þeim, á hinum síðasta reikningsskapardegi, Þá mun sjónarsviðið verða umbreytt, og »þessi Jesús«, mun koma í logandi eldi og láta hegningu koma yfir þá, sem ekki þekkja guð«. (Postulas. 1, 11; 2. Þess. 1, 8). KF 135.5

Og þeir munu segja við fjöllin og hamrana: KF 135.6

»Hrynjið yfir oss, og felið oss fyrir ásjónu hans, sem i hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; þvi að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra«. (Op. 6, 16. 17). KF 135.7

* * * * *