Kristur Frelsaei Vor
Kafli 25—Golgata.
NÚ var í skyndi farið af stað, með Jesam til Golgata, og alla leiðina varð hann að hlusta á óp og háðsyrði lýðsins, Hinn þungi kross, sem ætlaður var Bafrabasi, var strax lagður á hinar blóöugit og sundurílakandi herðar bans. Það var einnig lagður krosS á hina tvo ræningja, sem áttu að deyja með Jesú. KF 137.1
Byrði frelsarans var altof þung fyrir hann i hans veika ástandi, og hann hafði ekki gengið langt, er hann féll meðvitundarlaus til jarðar. KF 137.2
Þegar hann kom til sjálfs sín, var þó krossinn aftur lagður á herðar hans. Hann reikaði nokkur skref áfram, og féll svo aftur meðvitundarlaus til jarðar. Óvinir hans sáu nú, að það var ekki mögulegt fyrir hann að bera byrði sína lengur, en þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gjöra, því þeir bjuggust ekki við að fá neinn, sem vildi bera þessa smánarlegu byrði. KF 137.3
Á sömu stundu mættu þeir Símoni frá Kyrene. Þeir gripu hann og neyddu hann til að bera krossinn til Golgata. KF 137.4
Synir Símonar, voru lærisveinar Jesú, en sjálfur hafði hann aldrei opinberlega játad sig vera lærisvein hans. KF 137.5
Eftir það, var hann ávalt mjög þakklátur fyrir, að hafa fengið þau íorréttindi að bera kross frelsarans. Þessi byrði, sem hann var þannig neyddur til að bera, varð tilefni til afturhvarfs hans. KF 137.6
Viðburðirnir á Golgata og framkoma Jesú, kom honum til ad trua þvi, að hann væri guðs sonur. KF 138.1
Þá er kom að staðnum, þar sem krossfestingin átti að fara fram, voru hinir dauðadæmdu, bundnir við krossinn. KF 138.2
Hinir tveir ræningjar reyndu að slíta sig af þeim, er bundu þá á krossinn, en frelsarinn sýndi engan mótþróa. KF 138.3
Móðir Jesú hafði fylgt honum á þessari sorgargöngu til Golgata. Hana langaði til að geta hjálpað honum, þegar hann hné niður undir krossinum, en hún fékk ekki að njóta þess réttar. KF 138.4
Við hvert spor á þessari erfiðu göngu, hafði hún vonast eftir því, að hann notaði guðdómskraft sinn, til þess að frelsa sig frá morðingjunum. Og þegar nú augnablikið var komið og hún sá ræningjana bundna við krossinn, hvílíka sálarangist mátti hún þá ekki þola! KF 138.5
Ætlaði hann, sem hafði lífgað hið dauða, að Ieyfa að hann sjálfur væri líflátinn á svo grimmilegan hátt? Átti hún að hætta að trúa því, að hann væri Messías? KF 138.6
Hún sá hendur hans réttar út á krossinum — þessar hendur, sem svo mörg góðverk höfðu gjört og ávalt flutt blessun til hinna þjáðu. Hún sá að hamrarnir og naglarnir voru teknir fram, og þegar naglarnir voru reknir gegnum hið viðkvæma hold, urðu hinir harmþrungnu lærisveinar að bera móður Jesú meðvitundarlausa burt frá þessari óttalegu sjón. KF 138.7
Til Jesú heyrðist ekki eitt möglunarorð, enginn kveinstafur. KF 138.8
Andlit hans var fölt og rólegt, en á enni hans voru stórir svitadropar. Lærisveinar hans flýðu burt frá þess um hryllilega stað. KF 138.9
Hann tróð vínlagarþróna aleinn; enginn af landsfólkinu var með honum. (Es. 63, 3). KF 138.10
Á meðan hermennirnir nelgdu frelsarann á krossinn, sneri hann huganum frá sínum eigin þjáningum og að hinni hræðilegu hefnd, er síðar mun koma yfir þá, er ofsóttu hann. KF 138.11
Hann aumkvaðist yfir þá i blindni þeirra og bað: »Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra«. KF 139.1
Jesús vissi að hann átti nú þegar að verða talsmaður mannanna hjá föðurnum. Þessi bæn, sem hann bað fyrir óvinum sínum, nær til allra í heiminum. Hún nær til sérhvers syndara, sem hefir lifað eða mun lifa, frá upphali heimsins til endaloka hans. KF 139.2
í hvert sinn, er vér syndgum, verður Kristur særður af nýju. Vor vegna, kemur Jesús fram fyrir hásæli föðursins, sýnir honum hinar gegnumstungnu hendur sinar og biður: »Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra«. KF 139.3
Strax og búið var að negla Jesúm á krossinn, var krossinn reistur upp af sterkum raönnum og hann rekinn af miklu afli niður i jörðina, i holu, sem til þess var gjörð. KF 139.4
Pilatus ritaði yfirskrift á latinu, grisku og hebresku og festi á krossinn yfir höfði Jesú, til þess að allir gætu séð hann. Þar var ritað: »Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinganna«. KF 140.1
Gyðingar heimtuðu að þessu væri breytt. Prestarnir sögðu: »Skrifa þú ekki: Konungur Gyðinganna, heldur að hann hafi sagt: Eg er konungur Gyðinganna«. KF 140.2
Pilatus iðraðist nú þess ósjálfstæðis, er hann hafði sýnt, og þar að auki fyrirleit hann illgirni og afbrýðissemi valdsmannanna. Hann sagði því: »Pað sem eghefi skrifað, það hefi eg skrifað«. (Jóh. 19, 19. 21. 22). KF 140.3
Hermennirnir skiftu með sér klæðum Jesú. Kirtillinn var ekki saumaður, heldur frá ofanverðu niður úr prjónaður og nú þráttuðu þeir um hann. Að síðustu kom þeim saman um að kasta hlutkesti um hann. Þannig rættust orð spámannsins er segja: »Þeir skiftu með sér klæðum minum og köstuðu hlut um kirtil minn«. KF 140.4
Jafnskjótt og búið var að reisa kross Jesú upp, þá skeði nokkuð, sem var óttalegt, Prestarnir, höfðingjarnir og fræðimennirnir ásamt hinum guðlausa lýð, tóku nú að hæða og spotta hinn deyjandi guðs son. Þeir hrópuðu háðslega: KF 140.5
»Ef þú ert konungur Gyðinganna, þá bjargaðu sjálfum þér«. (Lúk. 23, 37). KF 140.6
»Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað! Hann er konungur Israels! Stígi hann nú niður af krossinum, og vér skulum trúa á hann. Hann treysti guði. Hann frelsi hann nú, ef hann hefir mætur á honum; þvi að hann sagði: Eg er sonur guðs«. (Matt. 27, 42, 43). KF 140.7
»Og þeir, sem fram hjá gengu, lastmæltu honum, skóku höfuð sin og sögðu: Hó, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum! Bjarga nú sjálfum þér og stíg niður af krossinum«. (Mark. 15, 29. 30). KF 140.8
Kristur hefði getað stígið niður af krossinum. en ef hann hefði gjört það, þá hefðum vér ekki orðið endurleystir. Vor vegna var hann fús að þola dauðann. KF 141.1
»Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir«. (Es. 53, 5). KF 141.2
* * * * *