Frá Ræðustóli Náttúrunnar

17/53

“Ef rjettlæti yðar tekur ekki langt fram rjettlæti fræðimannanna og Faríseanna, komist þjer alls ekki inn í himnaríki.”

Fræðimennirnir og Farísearnir höfðu sakað bæði Jesúm og lærisveina bans urn synd er væri í því fólgin, að þeir færu ekki eftir ákvæðum lærifeðranna. Lærisveinarnir höfðu oft verið raunamæddir og órólegir vegna ásakana og ávítana af þeirra hálfu, er þeir höfðu verið vanir að bera virðingu fyrir sem andlegum leiðtogum. Kristur fletti ofan af þessum blekkingum. Hann sýndi fram á, að það rjettlæti, sem þeir mátu svo mikils, væri einskisvert. Gyðingaþjóðin hafði álitið sig vera hið sjerstaka, Drottni velþóknanlega, hlýðna fólk; en Kristur sýndi fram á það, að trú þeirra var alls ekki hin sáluhjálplega trú. Öll sú guðhræðsla, sem þeir hrósuðu sjer af, allar erfikenningar og mannasetningar, já, einnig hlýðni þeirra við hinar ytri kröfur lögmálsins megnuðu ekki að helga þá. Þeir voru ekki hreinir í hjarta nje göfugir eða kristilegir í lunderni. FRN 73.2

Lögmálstrú megnar ekki að koma sálunni í samræmi við Guð. Hinn strangi, ómildi rjetttrúnaður Faríseanna, eins og hann var, laus við iðrun, viðkvæmni og kærleika, var einungis ásteitingarsteinn fyrir syndara. Þeir voru eins og saltið, er hafði dofnað; því að áhrif þeirra höfðu ekkert það í sjer er varið gæti heiminn skemdum. Hin eina sanna trú er sú, sem “starfar í kærleika” (Gal. 5, 6) og hreinsar sálina. Hún er sem súrdeig er breytir lunderninu. FRN 74.1

Alt þetta hefðu Gyðingarnir átt að vera búnir að læra af uppfræðslu spámannanna. Nokkrum öldum áður en þetta var, hafði hróp sálarinnar um rjettlætingu hjá Guði, brotist fram í orðum og fengið svar fyrir munn Míka spámanns: “Með hvað á jeg að koma fram fyrir Drottin, beygja mig fyrir Guði á hæðum? Á jeg að koma fram fyrir hann með brennifórnir, ársgamla kálfa? Hefir Drottinn þóknun á þúsundum hrúta, á tíþúsundum olíulækja?” . . . . . . Hann hefir sagt þjer, maður, hvað gott sje! Og hvað heimtar Drottinn annað af þjer en að gjöra rjett, ástunda kærleika og framganga í lítillæti fyrir Guði þínum?” Mik. 6, 6—8. FRN 74.2

Hósea spámaður hafði bent á það, í hverju faríseahátturinn er fólginn, þegar hann sagði: “Ísrael var gróskumikill vínviður, hvers ávöxtur líkist sjálfu trjenu”. Hós. 10, 1. Meðan Gyðingarnir ljetust vinna fyrir Guð, unnu þeir í raun og veru sjálfum sjer. Rjettlæti þeirra var ávöxturinn af tilraunum þeirra til að halda lögmálið samkvæmt þeirra eigin hugmyndum og í eigin hagsmuna skyni, og því gat þessi ávöxtur ekki orðið betri, en þeir voru sjálfir. Með tilraunum sínum til að helga sjálfa sig, reyndu þeir að framleiða hreint af óhreinu. Lögmál Guðs er eins heilagt og hann sjálfur er heilagur, eins fullkomið og hann er fullkominn. Það sýnir mönnum rjettlæti Guðs. Mönnum er ómögulegt að halda lögmálið í eigin kröftum; því að mannseðlið er spilt, afmyndað og gjörólíkt lunderni Guðs. Verk hins eigingjarna hjarta eru óhrein, og “alt rjettlæti vort” er “sem saurgað klæði”. Jes. 64, 5. FRN 74.3

Með því’ að lömálið er heilagt, gátu Gyðingarnir ekki öðlast rjettlæti fyrir sínar eigin tilraunir til að halda það. Lærisveinar Krists verða að öðlast rjettlæti, sem er ólíkt rjettlæti Faríseanna, ef þeir eiga að fá inngöngu í ríki himnanna. Guð gaf þeim kost á fullkomnu lögmálsrjettlæti í syni sínum. Ef þeir vildu ljúka upp hjarta sínu og veita Kristi viðtöku, þá mundi kærleikur Guðs, sem er sjálft eðli hans, taka sjer bústað í þeim og ummynda þá til hans eigin myndar, og á þann hátt mundu þeir, fyrir hina óverðskulduðu gjöf Guðs, öðlast bað rjettlæti, sem lögmálið krefst. En Farísearnir höfnuðu Jesú. “Því vegna þess þeir þektu ekki Guðs rjettlæti, en leituðust við að efla sitt eigið rjettlæti”, vildu þeir ekki lúta Guðs rjettlæti. Róm. 10, 3. FRN 75.1

Jesús fór lengra í því að sýna tilheyrendum sínum, hvað það gildir að halda boð Guðs — hann sýndi þeim fram á, að það er undir þessu komið hvort þeir geta öðlast lunderni Krists. Því að í honum opinberaðist Guð daglega fyrir augum þeirra. FRN 75.2