Frá Ræðustóli Náttúrunnar
Capitol 3.—Lögmálið er andlegt
“Jeg er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla.”
Það var Kristur, sem í þrumum og eldingum kunngjörði lögmálið á Sínaí-fjalli. Dýrð Guðs hvíldi sem eyðandi eldur yfir tindi þess, og fjallið ljek á reiðiskjálfi fyrir augliti Drottins. Með andlitin beygð til jarðar höfðu Ísraelsmenn með ótta og miklum hátíðleik hlustað á birting hinna heilögu boðorða lögmálsins. Hversu ólíkt þetta var því, er átti sjer stað á “sælu” fjallinu! Undir sumarhimninum, þar sem ekkert nema fuglasöngurinn rauf kyrðina útlistaði Jesús meginreglur ríkis síns. En hann, sem á þeim degi talaði mál kærleikans til fólksins, var að útskýra fyrir því meginreglurnar í því lögmáli, sem var kunngjört á Sínaí. FRN 65.1
Á þeim tíma, sem lögmálið var gefið, hafði Israel, er var í mikilli niðurlægingu vegna langvarandi þrældóms í Egyftalandi, mikla þörf fyrir að fá skilning á hátign og mikilleik Guðs; en hann birtist þeim þó ekki síður sem kærleikans Guð. FRN 65.2
“Drottinn kom frá Sínaí
og rann upp fyrir þeim á Seír.
Hann ljet ljós sitt skína frá Paran-fjöllum
og kom frá hinum helgu tíu þúsundum
eldingarnar í hægri hendi hans voru þeim til varnar.
Já, hann elskar sinn lýð;
allir hans heilögu eru í hans hendi,
og þeir fara eftir leiðsögu þinni,
sjerhver þeirra meðtekur af orðum þínum”.
FRN 65.3
Það var Móse, sem Guð opinberaði dýrð sína í hinum óviðjafnanlegu orðum, er hafa verið hinn mikilsmetni arfur trúaðra á öllum tímum: “Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur, sem auðsýnir gæsku þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir”. 2. Mós. 34, 6. 7. FRN 66.1
Lögmálið, sem var gefið á Sínaí, var yfirlýsing um meginreglur kærleikans. Það birti mönnunum á jörðunni, lögmál himinsins. Það var gefið fyrir milligöngumann — talað af honum, sem hefir mátt til þess að beygja hjötru mannanna til hlýðni við reglur þess. Guð hafði gjört kunnugt markmið lögmálsins, þegar hann sagði við Ísrael: “Helgir menn skuluð þjer vera fyrir mjer”. 2. Mós. 22, 31. FRN 66.2
En Ísrael hafði ekki sjeð eða skilið hið andlega eðli lögmálsins, og alt of oft var það þannig, að hin svo kallaða hlýðni þeirra var einungis innifalin í því að halda helgisiðina og hinar ytri reglur í stað þess að beygja hjartað undir yfirráð kærleikans. Þegar Jesús í framkomu sinni og starfsemi hjelt fram hinum heilögu, mildu og föðurlegu eiginleikum Guðs við mennina og benti á hversu einskisverð sú hlýðni er, sem einungis er innifalin í útvortis guðsdýrkun, þá gátu leiðtogar Gyðinga hvorki fallist á orð hans nje skilið þau. Þeir álitu að hann legði ekki nóga áherslu á kröfur lögmálsins, og þegar hann hjelt fram við þá því, sem var einmitt kjarni þeirrar þjónustu, er Guð hafði fyrirskipað að þeir skyldu framkvæma, litu þeir einungis á hið ytra, og sökuðu hann um tilraunir til að kollvarpa lögmálinu. FRN 66.3
Jesús talaði með gætni og stillingu, en raeð alvöru og krafti, sem hreif hjörtu fólksins. Árangurslaust vonuðust þeir eftir því að heyra hann endurtaka hinar dauðu erfikenningar og ströngu kröfur fræðimannanna. Þeir “undruðust mjög kenning hans; því að hann kendi þeim eins og sá sem vald hafði, og ekki eins og fræðimenn þeirra”. Matt. 7, 28. 29. Farísearnir tóku eftir því, að hann hafði alt aðra aðferð við að kenna, heldur en þeir höfðu. Þeir sáu að sannleikurinn í hreinleika hans og fegurð og með hinum djúpu og mildu áhrifum, læsti sig inn í hug og hjarta margra. Hinn guðdómlegi kærleikur og viðkvæmni Frelsarans dró hjörtu mannanna að honum. Lærifeðurnir sáu að kenning hans ónýtti meginþátt þeirrar uppfræðslu, er þeir höfðu veitt fólkinu. Hann reif niður millivegginn, sem stuðlaði að því að ala dramb þeirra og einangrunarhugsun, og þeir óttuðust, að ef hann fengi að halda áfram eins og hann var byrjaður, þá mundi hann draga lýðinn algjörlega frá þeim. Þeir báru því megnan óvildarhug til hans, og vonuðu að fá tækifæri til að snúa huga fólksins í gegn honum og á þann hátt að gjöra þeim mögulegt að hann yrði dæmdur af ráðinu og svo líflátinn. FRN 66.4
Þegar Jesús var á fjallinu, höfðu njósnarar nánar gætur á honum, og þegar Jesús útskýrði meginreglur rjettlætisins, ljetu Farísearnir hvísla því meðal mannfjöldans að kenning hans kæmi í bága við þau boðorð, sem Guð hafði gefið á Sínaí. Frelsarinn sagði ekki neitt, er raskað gæti trúnni á nokkuð það, er gefið var fyrir Móse; því að sjerhver guðdómlegur ljósgeisli sem hinn mikli fyrirliði Ísraels færði sínu fólki, kom frá Kristi. Það eru margir, sem segja í hjarta sínu að Jesús sje kominn til að afnema lögmálið, en Jesús sýnir með ótvíræðum orðum afstöðu sína til hinna guðdómlegu boða. FRN 67.1
“Ætlið eigi”, segir hann, “að jeg sje kominn til þess að afnema lögmálið og spámennina”. FRN 67.2
Það er skapari mannanna og löggjafi, er segir að það sje ekki áform sitt að draga nokkuð úr lögmálinu. Alt í náttúrunni, frá hinni minstu frumu og til hnatt- anna í himingeimnum er háð vissum lögum, og regla og samræmi náttúrunnar er komið undir því, að þessum lögum sje hlýtt. Þannig eru og hinar miklu meginreglur rjettlætisins gefnar til að stjórna Iífi allra skynsemigæddra vera, og velferð alheimsins er undir því komin að þessar grundvallarreglur sjeu haldnar. Guðs lög voru til áður en þessi heimur varð til. Englarnir láta stjórnast af þessum meginreglum, og til þess að þessi jörð geti verið í samræmi við himininn, verða mennirnir einnig að hlýða þessum guðdómlegu fyrirskipunum. Kristur birti manninum boðorð lögmálsins í Eden, þegar “morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir Guðs synir fögnuðu”. Job 38, 7. Það var ekki ætlunarverk Krists hjer á jörðunni að ónýta lögmálið, heldur að koma mönnunum til að hlýða því fyrir náðarverk Anda síns. FRN 67.3
Þegar lærisveinninn sem Drottinn elskaði, og sem heyrði orð Jesú á fjallinu, ritaði löngu seinna, knúður af Heilögum anda, þá talaði hann um lögmálið þannig, að það hefði ævarandi gildi. Hann segir, að “syndin sje lagabrot”, og að “hver sem synd drýgi, drýgi lagabrot”. 1. Jóh. 3, 4. Hann sýnir skýrt fram á, að það lögmál, sem hann á við, er “gamalt boðorð, sem þjer hafið frá upphafi”. 1. Jóh. 2, 7. Hann talar um það lögmál, er var til þegar þessi heimur var skapaður og var endurtekið á Sínaí-fjalli. FRN 68.1
Þegar Jesús talaði um lögmálið, sagði hann: “Jeg er ekki kominn til þess að aftaka, heldur til að fullkomna”. Hann notar hjer orðið “fullkomna” í sömu merkingu og þegar hann sagði við Jóhannes skírara að það væri ætlunarverk sitt, að “fullnægja öllu rjettlæti”. Matt. 3, 15. Það er að skilja, að uppfylla kröfur lögmálsins út í ystu æsar til þess að geta eftirlátið öðrum dæmi fullkominnar hlýðni við vilja Guðs. FRN 68.2
Það var ætlunarverk hans að “gjöra kenninguna háleita og vegsamlega”. Jes. 42, 21. Hann átti að sýna fram á hið andlega eðli lögmálsins, og halda fram hinum víðtæku meginreglum þess og gjöra skýrt fyrir mönnunum hið ævarandi gildi þess. FRN 69.1
Kristur, sem hinir göfuglyndustu og hógværustu meðal mannanna eru aðeins sem óljós endurspeglun af; hann, sem Salomon, knúður af Guðs anda, sagði um, að “bæri af tíu þúsundum” . . . . og væri “allur yndislegur”; Ljóðalj. 5, 10—15, og sem Davíð, er sá hann í spámannlegri sýn, sagði um: “Fegurri ert þú en mannanna börn”; Sálm. 45, 3. — Jesús, sem er ímynd Föðurins og Ijómi dýrðar hans, Frelsarinn; hann var lifandi ímynd Guðs laga meðan hann dvaldi hjer á jörðunni og framkvæmdi máttarog náðarverk. Í lífi hans kemur það skýrt fram, að hinn himinborni kærleikur, þær meginreglur, er komu í ljós hjá honum, mynda grundvöll hinna ævarandi rjettlætislaga. FRN 69.2
“Þangað til himinn og jörð líða undir lok”, sagði Jesús, “mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða, uns alt er komið fram”. Með því að hlýða sjálfur lögmálinu, staðfesti Jesús það, að eigi er unt að breyta því, og hann sannaði, að fyrir náðaraðstoð hans er sjerhverjum Adams syni og dóttur unt að hlýða því fullkomlega. Kristur sagði á fjallinu, að ekki mundi einn smástafur lögmálsins líða undir lok, uns alt væri komið fram — alt það, er áhrærir mannkynið, alt það, er áhrærir frelsunaráformið. Hann kennir ekki að lögmálið muni nokkurntíma verða afnumið, hann horfir fram til hinna síðustu tíma í sögu mannkynsins og fullvissar oss um, að þangað til sá tími er kominn, muni lögmálið verða í sínu fulla gildi, svo að enginn skyldi ætla, að það væri köllun hans að afnema boðorð lögmálsins. Meðan himinn og jörð eru við líði, munu meginreglur Guðs lögmáls vera við líði. Rjettlæti hans mun “eins og fjöll Guðs” vara sem blessunaruppspretta, er veitir straumum til að endurnæra jörðina. FRN 69.3
Þar eð lögmál Drottins er fullkomið og því óumbreytanlegt, er ómögulegt fyrir synduga menn að uppfylla kröfur þess í eigin kröftum, því var það, að Jesús. kom sem frelsari vor. Það var köllun hans að hjálpa mönnunum til að komast í samræmi við meginreglur hinna himnesku laga með bví að gjöra þá hluttakandi í guðlegu eðli. Þegar vjer höfnum syndinni og meðtökum Krist sem frelsara vorn, gjörum vjer lögmálið háleitt. Páll postuli spyr: “Gjörum vjer þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því; heldur staðfestum vjer lögmálið”. Róm. 3, 31. Fyrirheit hins nýja sáttmála hljóðar þannig: “Lög mín vil jeg gefa í hjörtu þeirra, og í hugskot þeirra vil jeg rita þau”. Hebr. 10, 16. Fyrirmyndunarþjónustan, er benti á Krist sem það Guðs lamb, er bera skyldi synd heimsins, átti að hætta við dauða hans; en þær rjettlætis-grundvallarreglur, sem eru í tíu boðorðunum, eru jafn óumbreytanlegar og Guðs eilífa hásæti. Það er ekki eitt einasta boðorð afnumið, ekki einn bókstafur eða stafkrókur breyttur. Þær meginreglur, er manninum voru gjörðar kunnar í Para¬dis sem hið mikla lögmál lífsins, munu finnast óbreyttar í Paradís endurskapaðri. Þegar Eden stendur í annað sinn í blóma sínum á jörðunni, þá mun kærleikslögmáli Guðs verða hlýtt af öllum. FRN 71.1
“Orð þitt varir að eilífu, það stendur fast eins og himininn”. “Verk handa hans eru trúfesti og rjettvísi, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, örugg um aldur og æfi; framkvæmd í trúfesti og rjettvísi”. “Fyrir löngu hefi jeg vitað um reglur þínar, að þú hefir grundvallað þær að eilífu”. Sálm. 119, 89; 111, 7. 8; 119, 152. FRN 71.2