Daglegt Líf
GUÐ SKAPAÐI MANNINN BEINAN, 4. maí
Guð hefur skapað manninn beinan en þeir leita margra bragða. Préd. 7, 29 DL 130.1
Heilsuumbótin er þýðingarmikill hluti boðskapar þriðja engilsins og sem fólk er játar þessa umbót eigum við ekki að fara aftur á bak heldur taka stöðugum framförum. Það er þýðingarmikið að tryggja sér heilsu með því að taka rétta afstöðu til lögmála lífsins. 12 DL 130.2
Meðal hins fyrsta sem keppa ætti eftir er rétt staða, bæði þegar setið er og staðið. Guð skapaði manninn beinan og hann óskar að hann eignist ekki aðeins þann líkamlega kost heldur og hina andlegu og siðferðislegu kosti, þann yndisþokka og tíguleik og sjálfstjórn, það hugrekki og sjálfstraust, sem uppréttur líkamsburður stuðlar svo mjög að. 13 DL 130.3
Lungun ættu að vera eins óþvinguð og mögulegt er. Fái þau að starfa óþvinguð vex rúmtak þeirra en minnkar sé að þeim kreppt eða þrýst að þeim. Af þessu koma hin illu áhrif þeirrar venju sem svo algeng er, einkum við störf sem setið er við, að vera lotinn við vinnuna. Það er ógerningur að anda djúpt í þeirri stöðu. Grunn öndum verður brátt að vana og lungun missa hæfileika sinn til að þenjast út... Af þeim sökum fæst ónógt súrefnismagn. Blóðið rennur treglega. 14 DL 130.4
Næst réttri stöðu að þýðingu er öndun og raddþjálfun. Sá sem situr og stendur uppréttur er líklegri en aðrir til að anda rétt... Til þess að tryggja réttan flutning á lesnu og töluðu máli verður að sjá um að kviðvöðvarnir taki fullan þátt í önduninni og að öndunarfærin séu óþvinguð. Látið áreynsluna koma frekar á kviðvöðvana en hálsvöðva. Þannig má koma í veg fyrir mikla þreytu og alvarlega sjúkdóma í hálsi og lungum. 15 DL 130.5
Til að njóta góðrar heilsu verðum við að biðja Drottin að blessa okkur og því næst verðum við að gera það sem við getum til að beygja okkur undir þau skilyrði sem hagstæðust eru heilsunni. 16 DL 130.6