Daglegt Líf
ÁHRIF KRISTINNAR FJÖLSKYLDU, 30. apríl
Því að ég hefi útvalið hann til þess að hann bjóði börnum sínum og húsi sínu eftir sig, að þau varðveiti vegu Drottins með því að iðka rétt og réttlœti.1. Mós. 18, 19 DL 126.1
Sérhver kristin fjölskylda ætti að sýna heiminum kraft og yfirburði kristilegra áhrifa. 74 DL 126.2
Það heimili þar sem meðlimirnir eru vingjarnlegir og kurteisir kristnir menn hefur víð tæk áhrif til góðs. Aðrar fjölskyldur taka eftir þeim árangri sem næst á slíku heimili og fylgja dæmi þess og vernda með því heimili sin gegn illum áhrifum. Englar Guðs heimsækja oft það heimili þar sem vilji Guðs ræður. Fyrir kraft guðlegrar náðar verður slíkt heimili staður þar sem lúnir og slitnir pílagrímar hljóta endurnæringu. Eigingirninni er haldið í skefjum. Réttar venjur eru myndaðar. Réttur annarra er nákvæmlega viðurkenndur. Sú trú sem vinnur í kærleika og hreinsar sálina stendur við stýrið, situr í forsæti yfir öllu heimilinu. 75 DL 126.3
Ein vel skipulögð, vel öguð fjölskylda vitnar meir með kristindómnum en allar þær ræður sem hægt er að flytja. 76 DL 126.4
Lampi getur verið taeki til að tendra marga aðra lampa, þótt smár sé, ef aðeins logar stöðuglega á honum. Áhrifasvið okkar kann að virðast þröngt, hæfileikar okkar litlir, tækifæri okkar fá og kunnátta okkar takmörkuð. Samt bíða okkar undursamlegir möguleikar ef við notum dyggilega tækifærin sem bjóðast á okkar eigin heimilum. Ef við opnum heimili okkar og hjörtu fyrir guðlegum meginreglum lífsins verðum við leiðslur er straumar lífgefandi máttar fara eftir. Frá heimilum okkar munu streyma læknandi lindir er veita líf, fegurð og frjósemi. 77 DL 126.5
Áhrif aðgætins kristilegs heimilis í bernsku og æsku er hin öruggasta vörn gegn spillingu heimsins. 78 DL 126.6