Daglegt Líf
AUÐSÝNIÐ Í BINDINDINU ÞOLGÆÐIÐ, 3. apríl
En þolgœðið á að birtast í fullkomnu verki til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant. Jak. 1, 4 DL 99.1
“Auðsýnið í þekkingunni bindindið. ” Þetta er þriðja skrefið í áttina til fullkomnunar lyndiseinkunnarinnar. Á allar hliðar er eftirlátssemi og svall og afleiðingarnar eru hrörnun og spilling. Íbú um jarðar hnignar andlega, siðferðislega og líkamlega vegna hinna óhófssömu siðvenja þjóðfélagsins. Matarlystin, ástríðurnar og tildrið fara með mannfjöldann út í óhóf og öfgar... Fólk Guðs verður að taka gagnstæða stefnu við heiminn. Það verður að hefja stríð gegn þessum syndugu venjum, afneita matarlystinni og gera hið lægra eðli að þræli... Við eigum að “rannsaka ritningarnar” og breyta venjum okkar til samræmis við leiðbeiningu Biblíunnar... DL 99.2
“Í bindindinu þolgæðið.” Þörf þess að verða bindindissamur kemur í ljós er við reynum að taka þetta skref. Það er naestum ómögulegt fyrir óhófssaman einstakling að vera þolinmóður. 5 DL 99.3
Sum okkar erum taugaóstyrk að eðlisfari og erum auðvitað skjót eins og leiftur til að hugsa og framkvæma. En enginn haldi að hann geti ekki orðið þolinmóður. Þolinmæði er jurt sem vex ört ef hún er ræktuð af nærgætni. Með því að kynnast okkur sjálfum náið og tengja síðan náð Guðs einbeittum ásetningi af okkar hálfu getum við sigrað og orðið fullkomin, í engu ábótavant. 6 DL 99.4
Þolinmæðin hellir smyrsli friðar og kærleika inn í daglega reynslu heimilislífsins... Þolinmæðin mun vinna að sameiningu í söfnuðinum, í fjölskyldunni og mannfélaginu. Þessi náðargjöf verður að vera ofin inn í líf okkar. 7 DL 99.5