Daglegt Líf

90/366

GUÐ HEFUR TILGANG MED HVERRI SORG, 30. mars

Þér elskaðir, látið yður eigi undra eldraunina sem yfir yður er komin yður til reynslu eins og yður hafi hent eitthvað kynlegt heldur gleðjið yður að sama skapi sem þér eruð hluttakandi í píslum Krists til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans.1. Pet. 4, 12. 13 DL 95.1

Kvöld eitt gekk maður einn, sem var niðurbeygður af mikilli sorg, í garði þar sem hann tók eftir granattré sem var naestum skorið þvert gegnum stofninn. Hann spurði garðyrkjumanninn mjög undrandi hvernig stæði á þessu ásigkomulagi trésins og hann fékk svar sem veitti honum fullnægjandi skýringu á und hans eigin blæðandi hjarta. “Herra,” sagði garðyrkjumaðurinn, “þetta tré var vant að vaxa svo mikið að það bar ekkert nema lauf. Eg neyddist til að skera það á þennan hátt og þegar næstum var búið að skera í gegnum það fór það að bera ávöxt.” DL 95.2

Sorgir okkar spretta ekki upp úr jörðinni. Í hverri sorg hefur Guð þann tilgang að vinna að velferð okkar. Hvert áfall sem eyðir hjáguði, hver sá atburður sem sýnir okkur beint umhyggju Guðs og veikir tak okkar á heiminum og beinir kærleika okkar af meiri festu til Guðs, er blessun. Sniðlunin kann að vera sársaukafull um tíma en síðar meir “veitir (hún) friðsælan ávöxt réttlætisins.” Við eigum að taka á móti hverju því með þakklæti sem lífgar samviskuna, lyftir upp hugsununum og göfgar lífið. Ávaxtalausar greinar eru skornar af og þeim kastað í eldinn. Við skulum vera þakklát fyrir að við getum haldið sambandi við hinn lifandi vínvið vegna hinnar sársaukafullu sniðlunar. Því við munum ríkja með Kristi ef við líðum með honum. Einmitt sú reynsla, sem reynir mest á trú okkar og lætur virðast svo sem Guð hafi yfirgefið okkur, á að leiða okkur nær honum svo að við getum lagt byrðar okkar allar að fótum Krists og reynt þann frið sem hann vill gefa okkur í staðinn... Guð elskar og annast um hina veikbyggðustu af skepnum sínum og við getum ekki vanheiðrað hann meira en það að efa kærleika hans til okkar. Ó, ræktum þá lifandi trú sem treystir honum á stund myrkurs og reynsla. 71 DL 95.3