Daglegt Líf
ÉG ÆTLA AÐ SYNGJA Í HJARTA MÍNU, 27. mars
Ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum Ijóðum — syngið og leikið Drottni í hjörtum yðar. Efes. 5, 18. 19 DL 92.1
Guð er vegsamaður með lofsöngvum frá hreinu hjarta sem fyllt er elsku og helgun til hans... Það þakklæti sem þeir (kristnir menn) finna og friður Guðs sem ríkir hið innra kemur þeim til að leika Drottni í hjörtum sínum og nefna með orðum það sem þeir skulda af kærleika og þakklæti hinum ástríka frelsara sem elskaði þá svo að hann dó svo að þeir gaetu lifað. 65 DL 92.2
Saga söngva Biblíunnar er full af bendingum um nytsemi og gagnsemi hljómlistar og söngva. Hljómlistinni er oft umsnúið til að þjóna illum tilgangi og verður hún þannig eitt af öflum sem mest tæla til freistinga. En réttilega notuð er hún dýrmæt gjöf frá Guði, ætluð til að lyfta hugsununum til háleitra og göfugra efna, til að innblása og göfga sálina. DL 92.3
Á sama hátt og Ísraelsmenn glöddust við helga söngva á ferðalaginu um eyðimörkina, býður Guð börnum sínum í dag að gleðjast á pílagrímsför sinni. Það eru fá ráð áhrifameiri til að festa orð hans í minni en að endurtaka þau í söng. Og slíkur söngur hefur undursamlegan kraft í sér. Hann hefur kraft til að beygja óheflað og ófágað eðli, kraft til að örva hugsunina og vekja samúð, að styðja að samræmdri athöfn og reka á brott drungann og kvíðann sem eyða hugrekki og veikja viðleitnina. DL 92.4
Hann er eitt af hinum áhrifamestu tækjum til að láta andlegan sannleika orka á hjartað. Hve oft minnist sú sál, sem er þjökuð og að því komin að gefast upp, einhverra orða Guðs — hinum löngu gleymdu bernskusöngvum — og freistingarnar missa mátt sinn, lífið fær nýtt gildi og öðrum sálum veitist hugrekki og gleði. 66 DL 92.5