Daglegt Líf

78/366

ÉG SET VÖRÐ VIÐ VARIR MÍNAR, 18. mars

Set þú, Drottinn, vörð fyrir munn minn, gæslu fyrir dyr vara minna. Sálm. 141, 3 DL 83.1

í mæltu máli er ef til vill engin yfírsjón sem ungir og gamlir taka jafn léttum tökum hjá sjálfum sér og að tala í bráðlæti og óþolinmæði. Þeim finnst það næg afsökun að segja: “Ég var ekki á verði og meinti ekki í rauninni það sem ég sagði.” En orð Guðs tekur ekki á því léttum tökum... DL 83.2

Stærsti hlutinn af leiðindum lífsins, hjartasorgum þess og gremju er óbeisluðu skapi að kenna. Á einu augnabliki er hægt að gera meira illt með bráðlátum, áköfum, kærulausum orðum en lífstíðar iðrun getur fært í lag. Ó, þau hjörtu sem eru brostin, þeir vinir sem eru orðnir fráhverfir, þau líf sem siglt hafa á sker vegna hrjúfra, bráðlátra orða þeirra sem hefðu getað flutt lækningu og hjálp... Maðurinn getur ekki stjórnað skapi sínu í eigin styrk. En fyrir Krist getur hann öðlast sjálfstjórn. 37 DL 83.3

Alhliða festa og ofsalaus stjórn eru nauðsynleg til að aga hverja fjölskyldu. Segið það sem þið eigið við með ró, athafnið ykkur með íhygli og framkvæmið það sem þið segið án þess að hvika frá því... Látið aldrei ygglibrún sjást eða hrjúf orð sleppa af vörum ykkar. Guð ritar öll þessi orð í skýrslubók sína. 38 DL 83.4

Yfirvinna er stundum orsök þess að við missum stjórn á okkur. En Drottinn knýr aldrei fram hraðar, flóknar hreyfingar. Margir leggja á sig byrðar sem hinn náðarríki himneski faðir lagði ekki á þá. Skyldustörf sem hann ætlaði okkur aldrei eru oft að angra okkur. Guð þráir að við gerum okkur grein fyrir að við vegsömum ekki nafn hans með því að taka á okkur svo margar byrðar að við höfum of mikið að gera og við verðum þreytt í hjarta og huga, verðum ergileg, önug og með skammir. DL 83.5

Við eigum aðeins að taka á okkur þá ábyrgð sem Drottinn leggur okkur á herðar og treysta honum og halda þannig hjörtum okkar hreinum, Ijúfum og samúðarfullum. 39 DL 83.6