Daglegt Líf

75/366

ÉG GERI LÍKAMA MINN AÐ ÞRÆLI MÍNUM, 15. mars

En ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum til þess að ég sem hefi prédikaó fyrir öðrum skuli ekki sjálfur verða gjörður rœkur. 1. Kor. 9, 27 DL 80.1

Ef þroska á huga og sál lunderninu til uppbyggingar verður það að gerast fyrir milligöngu líkamans. Þess vegna beinir óvinur sálarinnar freistingum sínum að því að veikja þrótt líkamans og spilla. Ef honum tekst vel á þessu sviði þýðir það að öll mannveran gefur sig á vald hins illa. Hneigðir líkamseðlis okkar munu vissulega stuðla að eyðingu og dauða nema þær séu undir valdi æðri máttar. DL 80.2

Líkamann á að aga. Æðri kraftar mannverunnar eiga að ráða. Viljinn á að stjórna ástríðunum en hann á að lúta stjórn Guðs... DL 80.3

Ákvæði Guðs verða að vera okkur í huga. Karlar og konur verða að opna augun fyrir skyldu sinni til sjálfstjórnar, þörf sinni á hreinleika, frelsi frá hverri spillandi löngun og saurgandi vana. Sú staðreynd þarf að orka á þau að hæfileikar huga þeirra og líkama eru gjafir Guðs og á að viðhalda þeim í hinu besta ásigkomulagi sem mögulegt er í þjónustu fyrir hann... DL 80.4

Mannlegar hömlur gegn náttúrulegum og áunnum hneigðum eru eins og sandrif til að standa á móti straumnum. Það er ekki fyrr en líf Krists verður hreyfiafl í lífi okkar að við getum staðist freistingar þær sem steðja að utan frá og innan... Maðurinn verður frjáls þegar hann verður eitt með Kristi. Við kornumst til fullkomins manndóms þegar við beygjum okkur undir vilja Krists. DL 80.5

Hlýðni við Guð er frelsi frá þrælkun syndarinnar, lausn undan mannlegum ástríðum og hneigðum. Maðurinn getur sigrað sjálfan sig, sigrað sínar eigin tilhneigíngar, sigrað tignir og völd og “heimsdrottna þessa myrkurs” og “andaverur vonskunnar í himingeimnum.” 32 DL 80.6