Daglegt Líf
AÐ MEÐTAKA KRAFTINN, 25. febrúar
Skyndilega varð gnýr af himni eins og að dynjanda sterkviðris og fyllti allt húsió semþeir sátu í... og þeir urðu allir fullir af Heilögum anda. Post. 2, 2-4 DL 62.1
Andinn kom yfir lærisveinanna biðjandi og bíðandi með slíkum krafti að náði til hvers hjarta. Hinn óendanlegi opinberaði sig söfnuði sínum með mætti. Það var eins og þessum áhrifum hefði verið haldið í skefjum öldum saman og nú fagnaði himinninn yfir því að geta hellt yfir söfnuðinn auðlegð náðar Andans. 78 DL 62.2
Úthelling Andans á dögum postulanna var “vorregnið” og dýrlegar voru afleiðingar þess. En haustregnið mun koma í ríkara mæli. 79 DL 62.3
Návist Andans á að búa meðal hins sanna safnaðar allt til endans. DL 62.4
En nálægt endi uppskerutíma jarðarinnar er gefið fyrirheit um sérstaka veitingu andlegrar náðar til að undirbúa söfnuðinn fyrir komu manns-sonarins. Þessari úthellingu Andans er líkt við haustregn og “á tíma haustregnsins” eiga kristnir menn að biðja herra uppskerunnar um þennan auka kraft. Sem svar við því gefur hann “helliskúrir og steypiregn” ... DL 62.5
Þeir einir sem eru sífellt að taka á móti nýjum náðargjöfum munu hafa kraft í hlutfalli við daglega þörf sína og hæfileika til að nota þann kraft. Þeir gefa sig Guði daglega til þess að hann geti gert þá að kerum er hæf eru fyrir hann að nota, í stað þess að líta fram til einhverrar stundar í framtíðinni þegar sérstök veiting andlegs kraftar mundi gera þá á yfirnáttúrlegan hátt hæfa til að vinna sálir. Daglega nota þeir betur tækifærin til að þjóna, sem þeir hafa völ á. Daglega vitna þeir fyrir meistarann hvar sem þeir eru, hvort sem er á sviði einhvers lítilmótlegs starfs, á heimilinu eða á opinberu sviði. 80 DL 62.6