Daglegt Líf

39/366

TREYSTIÐ DROTTNI OG VERIÐ GIFTUDRJÚGIR, 7. febrúar

Treystið Drottni Guði yðar, þá munið þér fá staðist, trúið spámönnum hans,þá munið þér giftudrjúgir verða. 2. Kron. 20, 25 DL 44.1

Ljós spádómanna logar enn til að leiðbeina sálum og segir: “Þetta er vegurinn, farið hann.” Það skín á veg hins réttláta honum til hróss og á veg hins rangláta til að leiða til iðrunar og afturhvarfs. Fyrir tilverknað þess er syndin ávítt og flett ofan af ranglætinu. Það fer alltaf vaxandi í því að framkvaema þá skyldu sína að varpa ljósi á fortíð, nútíð og framtíð. 17 DL 44.2

Ef þeir, sem hafa meðtekið ljósið vildu meta og virða vitnisburði Drottins, mundu þeir sjá trúarlífið í nýju ljósi. Þeir munu sjá sig seka. Þeir munu sjá þann lykil, sem gengur að þeim leyndardómum, er þeir hafa aldrei skilið. Þeir munu ná taki á hinum dýrmætu efnum, sem Guð hefur gefið þeim til hagnaðar og munu ummyndast frá ríki myrkursins til Guðs undursamlega ljóss. 18 DL 44.3

Þeir, sem fyrirlíta aðvörunina munu verða slegnir blindu svo þeir verði sjálfsblekktir. En þeir, sem taka aðvörunina til greina og framganga í einurð við að skilja sig frá syndum sínum til að öðlast þær náðargjafir, sem þörf er, munu með því opna dyr hjartna sinna svo að hinn ástkæri frelsari komi inn og dvelji hjá þeim. 19 DL 44.4

Hann (Guð) hefur séð svo um að allir geti verið heilagir og hamingjusamir ef þeir vilja. Þessi kynslóð hefur fengið nóg ljós til þess að við getum komist að því hverjar skyldur okkar og forréttindi séu og getum notið hinna dýrmætu og alvarlegu sannleiksatriða í einfaldleik þeirra og mætti. DL 44.5

Við erum einungis ábyrg fyrir því ljósi, sem berst til okkar. Boð Guðs og vitnisburður Jesú eru að prófa okkur. Ef við erum dygg og hlýðin, mun Guð fagna yfir okkur og blessa okkur sem sinn eiginn útvalda eignarlýð. Fylgjendur Krists munu hafa kröftug áhrif, þegar mikið verður af fullkominni trú, fullkomnum kærleika og hlýðni og þetta allt vinnur í hjörtum þeirra. 20 DL 44.6