Daglegt Líf
STARFA SÉR TIL GLEÐI OG ÁNÆGJU, 20. desember
Og þeir munu reisa hús og búa í þeim og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og adrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. Jes. 65, 21. 22 DL 360.1
Þar munu fagrar hæðir hefja sig upp á mörkum víðáttumikilla slétta og fjöll Guðs hefja tinda sína til himins. Guðs fólk sem svo lengi hefur verið pílagrímar og útlendingar mun finna heimili sitt á þessum friðsælu sléttum við lifandi vötn. DL 360.2
“Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans og í rósömum bústöðum.” 44 DL 360.3
Á hinni nýju jörð munu hinir endurleystu stunda þau störf og gera sér það til ánægju sem veitti Adam og Evu hamingju í upphafi. Fólkið mun lifa lífinu sem í Eden, það verður verið í garði og úti á akri. “Og þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.. DL 360.4
Þar mun hver máttur vera þroskaður, hver hæfileiki vaxa. Stærstu verkefni verða framkvæmd, háleitustu vonir rætast, æðstu óskir uppfyllast. Og þar munu nýjar hæðir birtast til að klífa, ný undur til að dást að, ný sannindi til að skilja, nýtt og nýtt til þess að nema og kalla fram hæfileika líkama, hugar og sálar. 45 DL 360.5
Það er sannarlega starf á himnum og mun alltaf vera. Öll fjölskylda endurleystra mun ekki búa við aðgerðarleysi. Það stendur til boða hvíld fyrir Guðs fólk. Á himni verður starfið ekki þreytandi eða til byrði. Það verður hvíld. Allri fjölskyldu endurleystra mun finnast það unun að þjóna honum sem á þau fyrir sköpun og fyrir endurlausn. 46 DL 360.6
Hinir þreyttu og þjökuðu, þeim sem hafa barist trúarinnar góðu baráttu verður þetta dýrleg hvíld því að æska og kraftur ódauðleikans mun falla þeim í skaut og þeir þurfa ekki lengur að heyja stríð gegn synd og Satan. 47 DL 360.7