Daglegt Líf

34/366

SÉRHVERJUM ER GJÖF GEFIN, 2. febrúar

En sérhverjum af oss var náðin veitt eftir þeim mœli sem Kristur hefir fyrir gjöf sinni. Efes. 4, 7 DL 39.1

Þær gáfur sem Kristur veitir söfnuði sínum, ná einkum yfir gjafir þær og blessanir, sem Heilagur andi lætur í té. “Því að einum veitist fyrir Andann að mæla af speki, en öðrum að mæla af þekkingu, samkvæmt sama Anda, öðrum trú í hinum sama Anda, öðrum lækningagáfur í einum og sama Anda, öðrum framkvæmdir kraftaverka, öðrum spámannleg gáfa, öðrum greining anda, öðrum tungutalsgáfa, en öðrum útlegging tungna. En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami Andinn, sem útbýtir hverjum einum út af fyrir sig eftir vild sinni.” Eigi fá allir menn sömu gjafirnar en hverjum þjóni meistarans er einhver gjöf Andans veitt. DL 39.2

Áður en Kristur yfirgaf lærisveina, “blés hann á þá og sagði við þá: Meðtakið Heilagan anda.” Aftur sagði hann: “Sjá ég sendi yður fyrirheit föður míns”... “Sérhverjum af oss var náðin veitt eftir þeim mæli, sem Kristur hefir fyrir gjöf sinni,” Andinn “útbýtir hverjum einum út af fyrir sig eftir vild sinni.” Við eigum gjafirnar nú þegar í Kristi en hvort við raunverulega eigum þær er komið undir því hvort við tökum á móti Anda Guðs. 3 DL 39.3

Guð biður okkur ekki að vinna í eigin mætti verkið, sem fyrir liggur. Hann hefur séð fyrir guðlegri aðstoð í öllum óvæntum tilvikum, þar sem okkar mannlegu úrræði hrökkva of skammt. Hann veitir okkur af Heilögum anda sínum til að hjálpa okkur í öllum vandræðum til að efla von okkar og vissu, til að upplýsa huga okkar og hreinsa hjörtu okkar... Það eru engin takmörk fyrir nytsemi þessa manns, sem ýtir eigin vilja til hliðar og gefur Heilögum anda svigrúm til að verka á hjarta sitt og lifir algerlega Guði helguðu lífi... Kristur lýsti því yfir, að guðleg áhrif Andans ættu að búa með fylgjendum sínum allt til endans. 4 DL 39.4