Daglegt Líf

348/366

SEM ERFINGJAR ERFUM VIÐ RÍKIÐ, 13. desember

Komið þér hinir blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun veraldar. Matt. 25, 34 DL 353.1

Fyrir framan hinn endurleysta fjölda er borgin helga. Jesús opnar perluskreytt hliðin upp á gátt og þjóðirnar sem haldið hafa trúnað við sannleikann ganga inn. Þar sjá þær Paradís Guðs, heimili Adams, meðan hann var saklaus. Þá heyrist þessi rödd segja, fyllri en nokkur hljómur sem á mannlegt eyra hefur fallið: “Barátta yðar er á enda.” “Komið þér hinir blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims.” DL 353.2

Nú uppfyllist bæn frelsarans fyrir lærisveinunum: “Faðir, ég vil að það sem þú gafst mér — að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er.” “Fyrir dýrð sína, lýtalaus í fögnuði” ber Kristur fram fyrir föðurinn þá sem hann keypti lausa með blóði sínu og segir: “Hér er ég og börnin sem þú hefur gefið mér.” “Þeirra hef ég gætt sem þú gafst mér.” Hvílík undur endurleysandi kærleika! Hvílík hrifning þeirrar stundar þegar hinn eilífi faðir lítur á hina endurleystu og sér mynd sína, misklíð syndarinnar afmáða, blett hennar af numinn og mannkynið aftur í samræmi við hið guðlega! 26 DL 353.3

Þá munu hinir endurleystu vera boðnir velkomnir á það heimili sem Jesús hefur verið að búa þeim... Þeir munu hafa samfundi við þá sem hafa sigrað Satan og fyrir guðlega náð mótað fullkomna lyndiseinkunn. Hver syndsamleg hneigð, hver ófullkomleiki sem hrjáði þá hér hefur verið fjarlægður fyrir blóð Krists og þá veitist þeim ljómi og birta dýrðar hans sem tekur langt fram birtu sólarinnar. Siðferðisleg fegurð, fullkomleiki lundernis hans skín af þeim og hefur meira gildi en ytri glæsileiki. Þau eru lýtalaus frammi fyrir mikla hvíta hásætinu og eiga hlut í tign og forréttindum englanna. 27 DL 353.4