Daglegt Líf
ABRAHAM BYGGÐI ALTARI HVAR SEM HANN FÓR, 31. Janúar
Þá birtist Drottinn Abraham og sagði við hann: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. Og hann reisti þar altari Drottni, sem hafði birst honum. Þaðan hélt hann til fjallanna fyrir austan Betel og setti þar tjöld sín. . .og hann reisti Drottni þar altari og ákallaði þar nafn Drottins. 1. Mos. 12, 7. 8 DL 37.1
Líf Abrahams, vinar Guðs, var líf bæna. Hann reisti altari við tjöld sín, hvar sem hann setti þau. Á altarinu fórnaði hann kvöldog morgunfórn. Þegar hann flutti tjöld sín stóð altarið eftir. Og þegar Kanaaníti, sem reikaði um, kom að altarinu vissi hann hver hafði verið þar. Þegar hann hafði tjaldað, gerði hann við altarið og tilbað hinn lifandi Guð. DL 37.2
Þannig ættu heimili hinna kristnu að vera heiminum ljós... Safnið börnum ykkar saman, feður og mæður kvölds og morgna og lyftið hjörtum ykkar upp til Guðs í auðmjúkri bæn um hjálp. Ástvinir ykkar eru undirorpnir freistingum og reynslum. Það, sem er til skapraunar er daglega á vegi ungra og gamalla. Þeir, sem langar til að vera þolinmóðir, ástríkir og glaðværir verða að biðja. Sigurinn fæst aðeins með einbeittum, óhvikulum ásetningi, stöðugri aðgætni og sífelldri hjálp frá Guði. DL 37.3
A hverjum morgni eiga foreldrar að helga sig og börn sín Guði þann dag. Reiknið ekki með mánuðum eða árum, þið eigið þau ekki. Ykkur er veittur einn stuttur dagur. Meðan hann stendur yfir eigið þið að starfa fyrir meistarann eins og þetta væri ykkar síðasti dagur á þessari jörð. Leggið áform ykkar fyrir Guð og framkvæmið þau eða hættið við þau alveg eftir því, sem Drottinn gefur til kynna. Meðtakið áform hans fremur en ykkar, jafnvel þótt þið við það verðið að hætta við áætlanir, er þið hafið haft í huga. Við það mun lífið mótast meira og meira eftir hinu guðlega fordæmi. 82 DL 37.4
Eilífðin ein mun leiða í ljós hinar góðu^afleiðingar, sem slíkar tilbeiðslustundir eru þrungnar af. 83 DL 37.5