Daglegt Líf
JOB VISSI AÐ ENDURLAUSNARI HANS LIFÐI, 20. nóvember
En ég veit ad lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð min er sundurtcett og allt hold er af mér, mun ég lita Guð. Job. 19, 25. 26 DL 330.1
Hjá öllum mönnum koma vonbrigði og algert vonleysi — dagar þegar sorgin er hlutskiptið og erfitt er að trúa að Guð sé enn hinn vingjarnlegi velgjörðarmaður jarðneskra barna sinna, dagar þegar vandamál hrjá sálina þar til dauðinn virðist ákjósanlegri en lífið. Það er einmitt þá sem margir missa tak sitt á Guði og lenda í þrældómsfjötri efans, fjötrum vantrúarinnar. Ef við á slíkum stundum getum greint með andlegri sjón merkingu forsjónar Guðs gætum við séð engla leitast við að bjarga okkur frá okkur sjálfum og leitast við að beina fótum okkar á öruggari grundvöll en hæðirnar eilífu og mundi þá nýtt líf og ný trú streyma um alla veru okkar. DL 330.2
Þegar myrkur grúfði yfir hinum trúa Job og hann var hrjáður sagði hann:... DL 330.3
“Svo að ég kýs heldur að deyja... Ég er leiður á þessu — ekki lifi ég eilíflega — slepptu mér því að dagar mínir eru andartak.” DL 330.4
En þó að Job væri þreyttur á lífinu var honum ekki ley ft að deyja. Honum var bent á möguleika framtíðarinnar og hann fékk þennan vonarríka boðskap: DL 330.5
“Þú munt standa fastur og eigi þurfa að óttast.
Jú, þá munt þú gleyma mæðu þinni.
Þú munt minnast hennar sem vatns er runnið er fram hjá.”
DL 330.6
Job hvarf frá örvæntingu og hugleysi og hóf sig upp til að treysta á náð og frelsandi mátt Guðs. Hann lýsti yfir sigri hrósandi: “Þó að hann deyði mig mun ég samt treysta á hann. 45 DL 330.7