Daglegt Líf

323/366

SIGURÓP PÁLS, 18. nóvember

Hver mun gjöra oss viðskila við kœrleika Krists? Hvort þjáning? Eða þrenging? Eða ofsókn? Eða hungur? Eða nekt? Eða háski? Eða sverð?... En í öllu þessu vinnum vér meira en sigur fyrir hann, sem elskaði oss. Róm. 8, 35-37 DL 328.1

Páll leið vegna sannleikans og samt kvartaði hann aldrei. Þegar hann minnist erfiðis síns, áhyggna og fórna segir hann: “Því að ég hygg að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð sem á oss mun opinberast.” Sigurópið frá trúum þjóni Guðs berst til okkar allt til okkar tíma: “Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Hvort þjáning? Eða þrenging? Eða ofsókn? Eða hungur? Eða nekt? Eða háski? Eða sverð? ... En í öllu þessu vinnum vér meira en sigur fyrir hann, sem elskaði oss. Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.” DL 328.2

Þó að Páll væri undir það síðasta lokaður inni í rómversku fangelsi — útilokaður frá ljósi og lofti himinsins, hindraður í að vinna fyrir fagnaðarerindið og gat búist við að vera dæmdur til dauða hvenær sem var — þá efaðist hann hvorki né örvænti. Úr dimmu fangelsinu kom síðasti vitnisburður hans þar sem birtist háleit trú og hugrekki sem hefur yljað hjörtum helgra manna og píslarvotta á öllum síðari öldum. Orð hans lýsa vel afleiðingum ... helgunarinnar... : “Því það er nú svo komið að mér er fórnfært og tíminn er kominn að ég taki mig upp. Ég hefi barist góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari. En ekki einungis mér, heldur og öllum sem elskað hafa opinberun hans.” 41 DL 328.3

Sárin og örin sem við hljótum í stríðinu munu vera okkur eins og Páli sem sigursveigur. 42 DL 328.4