Daglegt Líf
HJÁLMUR HJÁLPRÆÐISINS, 6. nóvember
Og hann íklœddist réttlœtinu sem pansara og setti hjálm hjálprœðisins á höfuð sér. Hann klœddist klæðum hefndarinnar sem fati og hjúpaði sig vandlœtinu eins og skikkju. Jes. 59, 17 DL 316.1
Margir hafa annarlegar hugmyndir um afturhvarf. Þeir hafa oft heyrt orðin höfð yfir frá ræðustóli: “Þér verðið að endurfæðast.” “Þér verðið að eignast nýtt hjarta.” Slíkar setningar hafa valdið þeim áhyggjum. Þeir gátu ekki skilið hjálpræðisáformið. DL 316.2
Margir hafa hrasað sér til glötunar vegna villukenninga sem sumir prestar hafa kennt varðandi þá breytingu sem á sér stað við afturhvarfið. Sumir hafa lifað í sorg árum saman og beðið eftir einhverjum sýnilegum votti þess að Guð hafi tekið við þeim. Þeir hafa skilist að miklu leyti við heiminn og fundið gleði í því að hafa samfélag við Guðs fólk. Samt hafa þeir ekki þorað að játa Krists af því að þeir hafa óttast að það væri ofdirfska að segja að þeir væru börn Guðs. Þeir hafa beðið eftir þessari sérkennilegu breytingu sem þeir hafa verið leiddir til að trúa að sé samfara afturhvarfi. DL 316.3
Eftir nokkurn tíma hafa sumir þessara fengið vitneskju um það að Guð hafi tekið við þeim og hafa leiðst til þess að telja sig með fólki Guðs. Og þeir telja afturhvarf sitt frá þessum tíma. En ... þeir voru teknir inn í fjölskyldu Guðs fyrir þann tíma. Guð tók við þeim þegar þeir urðu þreyttir á syndinni og ákváðu að leita Guðs einlæglega eftir að hafa misst löngun sína í heimslegar skemmtanir. En þar sem þeim tókst ekki að skilja einfaldleik hjálpræðisins misstu þeir af mörgum forréttindum og blessunum sem þeir hefðu getað eignast ef þeir bara hefðu trúað því þegar þeir fyrst sneru sér til Guðs að hann hefði veitt þeim viðtöku. DL 316.4
Aðrir lenda í enn hættulegri villu. Þeir láta stjórnast af tilfinningum. Samhygð þeirra er vakin og þeir skoða þetta flug tilfinninganna sem vott um það að Guð hafi tekið við þeim og þeir séu endurfæddir. En meginreglur lífs þeirra hafa ekki breyst. Vottinn um hið sanna verk náðarinnar í hjartanu er ekki að finna í tilfinningu heldur í lífinu. 16 DL 316.5