Daglegt Líf
ENGLAR NOTA HENDUR MÍNAR TIL AÐ VINNA VERK HANS, 28. október
Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur er framkvœmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans. Lofið Drottin allar hersveitir hans, þjónar hans er framkvæmið vilja hans.salm. 103, 20. 21 DL 307.1
Englar starfa með sýnilegum mönnum þó ósýnilegir séu og mynda hjálparsamband við menn. Er ekki eitthvað örvandi og hvetjandi við þá hugsun að menn skuli standa sem sýnilegur tengiliður til þess að veita blessanir engla? Þegar við þannig störfum með Guði ber verkið yfirskrift hins guðlega. Allur himinninn lítur á þessi samtvinnuðu áhrif með fögnuði og gleði, áhrif sem eru viðurkennd í himinsölum! Menn eru hendur himneskra engla því að englar nota mannlegar hendur í starfi sinu. Óeigingjamt starf þeirra gefur þeim hlut í þeim árangri sem leiðir af þeirri hjálpsemi sem er í té látin. Þetta er leið himinsins til þess að láta í té frelsandi kraft. Þekking himneskra starfsmanna og athafnir þeirra samfara þeirri þekkingu og krafti sem veitist mönnum veitir niðurbeygðum hjálp. DL 307.2
Einmitt þeir englar sem háðu stríð í himinsölum og unnu sigur með Guði þegar Satan var að leitast við að ná yfirráðum, einmitt þeir englar sem í hátignarstöðu sinni hrópuðu af gleði við sköpun heimsins og við sköpun fyrstu foreldra okkar sem áttu að byggja jörðina ... hafa mestan áhuga á því að vinna með föllnum endurleystum mönnum við að þroska þá hæfileika sem Guð gefur hverri mannveru sem vill samstarfa með himneskum vitsmunaverum við að leita að mannverum sem eru að farast í syndum sínum og að frelsa þær... DL 307.3
Menn eru kallaðir til að hjálpa með höndum sínum, að nýta þekkingu og hjálp himneskra engla. Með því að tengjast þessum öflum sem eru almáttug hljótum við gagn af æðri menntun þeirra og reynslu... Slíkt samstarf mun vinna verk sem mun veita Guði heiður, dýrð og tign. 76 DL 307.4