Daglegt Líf

287/366

GUÐ ER MEÐ MÉR, 13. október

Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. Sálm. 46, 8 DL 292.1

“Immanúel, Guð er með oss,” hefur allt að segja fyrir okkur. En hvað það leggur víðan grundvöll að trú okkar! Hvílíka von um ódauðleika gefur það hinni trúuðu sál! Guð með okkur í Jesú Kristi til þess að fylgja okkur hvert skref á ferðinni til himins. Heilagur andi með okkur sem huggari, leiðsögn í vandræðum okkar, til að sefa sorgir okkar og skýla okkur í freistingum. “Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs!” 42 DL 292.2

Guð bauð Móse hvað snerti Ísrael: “Þeir skulu gjöra mér helgidóm, að ég búi mitt á meðal þeirra” og hann dvaldi í helgidóminum á meðal folks sins. Tákn návistar Guðs var með Ísrael á allri eyðimerkurferð þeirra. Þannig setti Kristur upp tjald sitt í miðri tjaldborg mannanna. Hann reisti tjald sitt við hlið tjalda mannanna svo að hann gæti búið á meðal þeirra og kynnt fyrir okkur líf sitt og skapgerð... DL 292.3

Þar sem Jesús kom til þess að búa með okkur vitum við að Guð þekkir reynslur okkar og hefur samúð með okkur í sorg okkar. Hver sonur og dóttir Adams getur skilið að skapari okkar er vinur syndaranna... DL 292.4

“Guð með oss” er fullvissan um frelsi frá synd, öryggi okkar um kraft til að hlýða lögum himinsins. 43 DL 292.5

Kristur leitaðist við að kenna þau miklu sannindi sem við þurfum að læra, um að Guð er alltaf með okkur og býr í hverri vistarveru, að hann þekkir hverja athöfn sem framkvæmd er á jörðinni. Hann þekkir hugsanir sem myndast í huganum og sálin leggur blessun sína yfir. Hann heyrir hvert orð sem hrekkur af mannlegum vörum. Guð er ávallt að verki í lífi okkar. Hann þekkir hvert áform okkar og leggur mælisnúru sína á hverja starfsaðferð okkar. 44 DL 292.6