Daglegt Líf
LOTNING FYRIR ORÐI GUÐS, 6. október
Hlýðió minni raustu, þá skal ég vera yðar Guð og þér skuluð vera mín þjóð og gangið jafnan á þeim vegi sem ég býð yður til þess að yður vegni vel.Jes. 7, 23 DL 285.1
Þið þarfnist þess og ég þarfnast þess að andlega sjónin skýrist og styrkist til þess að við getum séð hjálpræðisáformið betur en nokkru sinni fyrr. Mig langar til þess að hjörtu okkar geti fundið hin voldugu hjartaslög kærleika frelsarans. Þegar þér rannsakið ritningarnar og nærist á orði lífsins skuluð þið skoða það sem raust Guðs til sálarinnar. Raust vina okkar kann að rugla okkur stundum. En í Biblíunni höfum við ráð Guðs varðandi öll þýðingarmikil efni er snerta eilífðarvelferð okkar og í tímanlegum efnum getum við lært mjög mikið. Kenningar hennar munu alltaf eiga við í þeim sérstöku kringumstæðum sem við erum í og eru til þess ætlaðar að búa okkur undir reynslu og að hjálpa okkur að standast hana og gera okkur hæf fyrir það verk sem Guð hefur gefið okkur. 17 DL 285.2
Biblían er raust Guðs sem talar til okkar og er það jafn öruggt eins og við gætum hlýtt á hana með eigin eyrum. Með hvílíkri lotningu mundum við ljúka upp orði Guðs og með hvílíkri einlægni mundum við rannsaka fyrirmæli þess ef við skildum þetta. Lestur og íhugun ritninganna mundi vera skoðað sem viðtal við hinn óendanlega. 18 DL 285.3
Við eigum að ljúka upp orði Guðs með lotningu og með einlægri þrá eftir að þekkja vilja Guðs varðandi okkur. Þá mundu heilagir englar leiða okkur í leit okkar. Guð talar til okkar í orði sínu. Við erum í móttökuherbergi hins alvalda, í sjálfri návist Guðs. Kristur gengur inn um hjartadyrnar. 19 DL 285.4
Sýndu að þú berð lotningu fyrir trú þinni, talar af lotningu um helga hluti. Þegar þú vitnar í Ritninguna skaltu aldrei leyfa neinu orði að koma þér af vör sem lætur í ljós léttúð og hégóma. Minnstu þess að þegar þú tekur þér Biblíuna í hönd ertu a helgum stað. 20 DL 285.5