Daglegt Líf
VIRÐING FYRIR ÖLDRUÐUM, 2. október
Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhœrða og virða gamalmennið og þú skalt óttast Guð þinn. Ég er Drottinn. 3. Mós. 19, 32 DL 281.1
Það er ákveðin þjónusta við aðra sem við getum ekki ýtt til hliðar ef við viljum virða boð Guðs. Að lifa, hugsa og starfa aðeins fyrir okkur sjálf er að vera gagnslausir þjónar Guðs DL 281.2
Við höfum of marga á meðal okkar sem eru eirðarlausir, málgefnir, montnir og nota hvert tækifæri til þess að ýta sjálfum sér fram og bera enga virðingu fyrir aldri, reynslu eða stöðu. Söfnuðurinn líður fyrir það að það vantar hjálp gagnstæðs eðlis — hógværa, kyrrláta og guð elskandi menn sem vilja bera óþægilegar byrðar þegar þær eru lagðar á þá, ekki til að fá lof fyrir heldur til þess að veita þjónustu meistara sínum sem dó fyrir þá. Þess konar persónur telja það ekki draga úr reisn sinni að standa upp fyrir öldruðum og virða gráu hárin... DL 281.3
Guð hefur yndi af því að heiðra þá sem óttast hann og sýna honum lotningu. Svo mjög má göfga manninn að hann geti myndað tengilið milli himins og jarðar. Hann kom með svo alhliða skapgerð frá hendi skaparans og honum voru veittir slíkir hæfileikar til framfara að hann hefði næstum því getað hafið sig á stig engla með því að sameina guðleg áhrif og mannlega viðleitni. Þó að hann yrði hafinn þannig upp myndi hann samt ekki vita um gæsku sína og mikilleika. 4 DL 281.4
Guð hefur sérstaklega lagt áherslu á að sýna öldruðum mikla virðingu. Hann segir: “Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætisins öðlast menn hana.” Þær segja frá bardaga sem háður hefur verið og unnum sigrum, byrðum sem bornar hafa verið og freistingum sem staðið hefur verið í gegn. Þær segja frá þreyttum fótum sem nálgast hvíldarstað sinn og stöðum sem fljótlega verða auðir. Hjálpið börnunum að hugsa um þetta og þá munu þau leitast við að gera vegu hinna öldruðu slétta með kurteisi sinni og virðingu gagnvart þeim og er þau hlýða boðinu um að standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmennið” veita þau náð og fegurð inn í æskuár sín. 5 DL 281.5