Daglegt Líf
RÉTTLÁTIR VARA EILÍFLEGA, 22. September
Því ad mölur mun eta þá eins og klæði og maur eta þá eins og ull en réttlæti mitt varir eilíflega og hjálprœði mitt frá kyni til kyns. Jes. 51, 8 DL 271.1
Ég fann í þeim fatnaði sem ég þurfti á að halda nokkrar ullarflíkur sem við fyrstu sýn virtust vera í lagi en þegar þær voru dregnar fram í ljósið og hristar vel kom í ljós eyðileggingarstarf mölflugunnar. Við hefðum ekki tekið eftir skemmdunum ef við hefðum ekki athugað þetta svona náið. Mölurinn er svo lítið dýr að hann er naumast sýnilegur en ummerki hans eru lýðum ljós og það eyðileggingastarf sem hann vinnur á skinnum og ullarflíkum sýnir að hann vinnur vel þó hann sjáist ekki og ekki sé við honum búist. DL 271.2
Þegar við hugsuðum um eyðileggingastarfið sem þessi mölur hafði unnið í leyndum minnti það okkur á sumar mannverur sem við höfum þekkt. Hversu oft höfðum við haft kvöl í hjarta yfir því sem skyndilega kom í ljós í ytri hegðum þeirra sem við höfðum haft háar vonir með og leiddi í ljós hið raunverulega lunderni þeirra sem hafði fram að þessu verið hulið sjónum allra! Þegar lundernið er skoðað í ljósi Guðs orðs reynist það vera eins og mölétið klæði sem birtir eyðileggingaverk sem farið hefur fram í leyndum árum saman, sé það hrist og prófað... DL 271.3
Það tók tíma fyrir mölinn að vinna eyðileggingastarf sitt svo hljóðlega í myrkrinu og það tekur tíma fyrir barn eða ungmenni að fara smám saman að líða vel og vera sælt og öruggt í óhreinskilni eða einhverri synd sem hulin er mannlegum augum. Hver einstök athöfn hvort sem hún er góð eða slæm myndar ekki lundernið. En þær hugsanir og tilfinningar sem dvalið er við búa jarðveginn fyrir sams konar athafnir og dáðir... Gætið þess að stíga ekki fyrsta skrefið á leið syndarinnar. Ef þú leggur grundvöll lundernis þíns með hreinu lífi og leitar eftir hjálp og styrk frá Guði verður lunderni þitt ekki eins og möletið klæði heldur fast fyrir og heilt í gegn. 55 DL 271.4