Daglegt Líf

25/366

FJÁRSJÓÐUR Í HJARTA MÍNU, 24. Janúar

Tak á móti kenning af munni hans, fest þér orð hans í hjarta. Job 22, 22 DL 30.1

Það er afar þýðingarmikið að þú rannsakir ritningarnar sífellt, birgir hugann upp af sannindum Guðs. Það getur verið að þú verðir útilokaður frá samfélagi kristinna og settur þar sem þú nýtur ekki þeirra forréttinda að koma saman með börnum Guðs. Þú þarfnast þess að fjársjóðir Guðs séu fólgnir í hjarta þér. 61 DL 30.2

Á víð og dreif um alla Biblíuna eru gullkorn — spakmæli visku Guðs. Ef þú ert hygginn munt þú safna saman þessum dýrmætu sannleikskornum. Gerðu fyrirheit Guðs að þinni eign. Þessi fyrirheit munu verða þér uppspretta himneskrar huggunar, þegar reynslur og erfiðleikar koma. 62 DL 30.3

Freistingarnar virðast oft ómótstæðilegar vegna þess að fyrir vanrækslu á Biblíulestri og baen getur sá sem fyrir freistingu verður ekki munað fyrirheit Guðs og mætt Satan með vopnum ritningarinnar. En englar Guðs eru umhverfis þá, sem eru fúsir til að taka uppfræðslu í guðlegum efnum og þegar nauðsynin krefur minna þeir þá á einmitt þau sannleiksatriði sem þörf er á. Þannig verður það að “þegar óvinurinn kemur eins og vatnsflóð, mun andi Drottins reisa hermerki á móti honum.” 63 Hjartað, sem hefur að geyma hin dýrmætu fyrirheit orðs Guðs, er styrkt gegn freistingum Satans, gegn óhreinum hugsunum og vanheilögum gjörðum. 64 DL 30.4

Haltu þér fast við ritningarnar. Því meir sem þú rannsakar og útskýrir orðið þeim mun styrkari verður hugur þinn og hjarta af hinum blessuðu orðum uppörvana og fyrirheita. 65 DL 30.5

Við skulum leggja þessi dýrmætu fyrirheit á minnið svo við getum átt orð Guðs þótt við séum svift Biblíum okkar. 66 DL 30.6