Daglegt Líf

249/366

KRISTER HEGAÐI SIG FYRIR MIG, 5. September

Eins og þú hefur sent mig í heiminn hef ég líka sent þá út í heiminn og þeim til heilla helga ég sjálfan mig til þess að þeir einnig í sannleika skulu vera helgaðir. Joh. 17, 18. 19 DL 254.1

Kristur sagðist helga sig til þess að við gætum einnig verið helguð. Hann tók á sig okkar eðli og varð lýtalaust fordæmi fyrir menn. Honum varð ekkert á til þess að við gætum orðið sigurvegarar einnig og gengið inn í ríki hans sem sigurvegarar. Hann bað þess að við maettum helgast fyrir sannleikann. Hvað er sannleikur? Hann sagði: “þitt orð er sannleikur.” Lærisveinar hans áttu að helgast fyrir hlýðni við sannleikann. Hann segir: “En ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim sem trúa á mig fyrir orð þeirra.” Sú bæn var okkar vegna. Við höfum trúað á vitnisburð lærisveina Krists. Hann biður þess að lærisveinar hans verði eitt eins og hann og faðirinn eru eitt og þessi sameining trúaðra á að vera vitnisburður heiminum að hann hafi sent okkur og að við berum vitni um náð hans. DL 254.2

Það á að leiða okkur inn í helga návist endurlausnara heimsins. Við eigum að vera eitt með Kristi eins og hann er eitt með föðurnum. Hvílíkar dásemdar breytingar mun fólk Guðs reyna við það að komast í samband við son Guðs! Smekkur okkar, hneigðir, metnaður og ástríður — allt á að taka mið af honum og vera leitt til samræmis við huga og anda Krists. Þetta er það verk sem Drottinn er fús til að gera fyrir þá sem trúa á hann. Líf okkar og hegðum á að hafa mótandi afl í heiminum. Andi Krists á að hafa stjórnandi áhrif á líf fylgjenda hans svo að þeir tali og komi fram eins og Jesús gerði. Kristur segir: “Dýrðina sem þú gafst mér hefi ég gefið þeim.”... DL 254.3

Náð Krists á að gera undursamlega breytingu á lífi og lund þess sem við tekur. Og ef við erum í sannleika lærisveinar Krists mun heimurinn sjá að guðlegur máttur hefur gert eitthvað fyrir okkur, því að meðan við erum í heiminum eigum við ekki að vera af honum. 11 DL 254.4