Daglegt Líf
ANDLEGT LÍF MITT STYRKIST OG HEILSA BATNAR, 30. ágúst
Þá skal Ijós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega. Þá mun réttlœti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Jes. 58, 8 DL 248.1
Er ekki þetta það sem við öllum viljum? Ó, það er heilsa og friður í því fólginn að gjöra vilja okkar himneska föður. “Þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Þá skalt þú kalla á Drottinn og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er ég! Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur. Þá mun Drottin stöðugt leiða þig og seðja þig þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum og styrkja bein þín og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind er aldrei þrýtur.” 88 DL 248.2
Ef þú klæðir nakta og býður fátækum ... heim til þín og deilir brauði þínu með hungruðum “þá mun ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega.” Að gera gott er undursamlegt lyf gegn sjúkdómum. 89 DL 248.3
Sú ánægja að gera öðrum gott veitir þér tilfinningaeld sem leiftrar gegnum taugar, örvar blóðrásina og skýtur stoðum undir andlega og líkamlega heilsu. 90 DL 248.4
Hrein og flekklaus trú er ekki tilfinning heldur það að sýna kærleika og náð í verkum. Slík trú er nauðsynleg heilsu og hamingju. Þegar hún fær inngöngu í spillt sálarmusterið rekur hún út alla synd. Þégar hún fær að setjast í æðsta sess helgar hún allt með návist sinni og upplýsir hjartað... Hún opnar glugga sálarinnar til himins og hleypir sólarljósi kærleika Guðs inn. Með henni kemur alvara og rósemi. Líkamlegur, andlegur og siðferðislegur styrkur eykst af því að andrúmsloft himinsins fyllir sálina sem lifandi og virkt afl. 91 DL 248.5