Daglegt Líf

230/366

TALA SANNLEIKANN VIÐ NÁUNGA MINN, 17. ágúst

Þetta er það sem yður ber að gjöra: talið sannleika hver við annan og dœmið ráðvandlega og eftir óskertum rétti í hliðum yðar. Sak. 8, 16 DL 235.1

Við alla sem starfa með Kristi vil ég segja: þið skuluð nota tækifærin í hvert skipti sem þið náið til fólksins á heimilum þeirra. Takið Biblíuna og opnið fyrir fólki hin miklu sannindi hennar. Árangur þinn mun ekki vera svo mikið háður þekkingu heldur fremur hæfileika þínum til að finna leið að hjartanu. Með því að vera félagslyndur og nálgast fólkið getið þið snúið hugsunum þeirra auðveldlegar en með bestu ræðu. 43 DL 235.2

Takið bækur og rit meðferðis og biðjið þau að lesa. Þegar þau sjá að þið eruð einlæg munu þau ekki fyrirlíta viðleitni ykkar. Það er leið til þess að ná til hörðustu hjartna Verið eðlileg, einlæg og auðmjúk þegar þið nálgist fólkið og mun það hjálpa ykkur til þess að ná til þeirra sem Kristur hefur dáið fyrir. 44 DL 235.3

Nýtið hvert tækifæri. Heimsækið þá sem búa nálægt ykkur og reynið að ná til hjartna þeirra með samúð og vingjarnleika. Heimsækið hina sjúku og þjáðu og sýnið vinsamlegan áhuga á þeim. Gerið eitthvað ef mögulegt er til þess að láta þeim líða betur. Á þennan hátt getið þið náð til hjartna þeirra og talað orð fyrir Krist. Eilífðin ein mun opinbera hversu víðtækt slíkt starf getur verið. 45 DL 235.4

Þeir sem sinna ekki þessu starfi, þeir sem koma fram af kæruleysi eins og sumir hafa gert, munu fljótlega glata fyrsta kærleika sínum og byrja að ávíta, gagnrýna og fordæma bræður sína og systur. 46 DL 235.5

Þeir sem fram ganga í anda meistarans og leitast við að ná til sálna með sannleikanum munu hljóta meiri og meiri kraft eftir því sem þeir gefa sig betur þjónustu Guðs. Það er gleðilegt starf að ljúka upp ritningunum fyrir öðrum. 47 DL 235.6