Daglegt Líf

195/366

SNÚA HJÖRTUM FEÐRA TIL BARNA, 13. júlí

Hann mun sœtta feður við sonu og sonu við feður til þess að ég komi ekki og Ijósti landið banni. Malakía 4, 6 DL 200.1

Þegar faðirinn hverfur heim að loknu dagsverki mun hann ekki koma með áhyggjur sínar inn á heimilið. Honum finnast heimilið og fjölskyldan helgari en svo að hann bregði þar skugga á með áhyggjum sínum. Þegar hann fór að heiman skildi hann ekki frelsarann og trú sína eftir. Bæði trúin og frelsarinn fylgja honum. Hin indælu áhrif heimilisins, sú blessun að eiga konu og kærleikur barnanna létta byrðar hans og hann hverfur aftur heim með frið í hjarta og hann mælir uppörvunarog gleðiorð við konu sína og börn sem bíða fagnandi til að bjóða hann velkominn. 32 DL 200.2

Honum ætti að finnast það ánægjuleg tilbreyting að verja nokkrum tíma með börnum sínum. Hann getur farið með þau út í garð og sýnt þeim brumknappa sem eru að opnast og hin ýmsu litabrigði blómstrandi blóma... Hann mun leggja þau sannindi þeim á hjarta að fyrst Guð annast svo vel um tré og blóm mun hann miklu fremur annast um mennina sem skapaðir eru í hans mynd. Hann getur leitt þau snemma til skilnings um það að Guð vill að börnin séu yndisleg en beri ekki gerviskart heldur fegurð lyndiseinkunnarinnar, þá töfra sem felast í vingjarnleika og ástúð sem mun fylla hjörtu þeirra gleði og hamingju. 33 DL 200.3

Ef hinir hégómlegu og skemmtanafíknu vildu leyfa huga sínum að dvelja við hið raunverulega og sanna kæmist hjarta þeirra ekki hjá því að fyllast lotningu og þeir mundu dást að Guði náttúrunnar. 34 DL 200.4

Ef þið viljið draga börnin ykkar til Jesú megið þið ekki koma inn á heimili ykkar með reiðiorð á vör, stygg á svip. Ef þið komið heim frá starfi ykkar úttauguð og þreytt skuluð þið biðja Guðs um náð hans, um hvíld í Anda hans svo að þið getið verið blíð í hjarta og af vörum ykkar megi berast vingjarnleg og huggunarrík orð. Tengið börn ykkar hjarta ykkar. Mælið með trú ykkar við þau með því að gera hana ánægjulega. 35 DL 200.5