Daglegt Líf
GLATT HJARTA GJÖRIR ANDLITIÐ HÝRLEGT, 22. júní
Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt en sé hryggð í hjarta er hugurinn dapur. Oróskv. 15, 13 DL 179.1
Ef þú ert byrðum hlaðinn og þreyttur þarftu ekki að snúa upp á þig eins og lauf á visnaðri grein. Glaðværð og hrein samviska eru betri en lyf og munu vera áhrifarík tæki í endurheimt heilsu þinnar... DL 179.2
Þú munt hafa gagn af viðleitni þinni við að vera glaður... Vertu utan dyra eins mikið og þú getur og njóttu golunnar og sólskinsins. Láttu fuglasöng og náttúrufegurð vekja heilagar tilfinningar og þakklátssemi í hjarta þínu og leiða þig til að elska skaparann sem vissi fyrirfram þarfir þínar og umvafði þig með ótölulegum táknum kærleika síns og umhyggju... DL 179.3
Hafðu takmark í lífínu meðan þú lifir. Safnaðu að þér sólargeislum fremur en skýjum. Leitastu við að vera ferskt og fagurt blóm í garði Guðs sem veitir öllum ilm sem umhverfis þig eru. Gerðu þetta og samt muntu ekki deyja augnabliki fyrr en þú getur verið viss um að stytta ævi þína með óánægju og kvörtunum... DL 179.4
Sniðlaðu af hvert fölnandi lauf og visnaða grein úr lífi þínu og láttu þar sjást aðeins ferskleika og kraft. 71 DL 179.5
Það vekur gleði í brjósti kristinna manna að hugsa um þær miklu blessanir sem þeir njóta fyrir það að þeir eru börn Guðs. “Þess vegna, mínir elskuðu og eftirþráðu bræður, gleði mín og kóróna, standið þá fastir í samfélaginu við Drottin, þér elskuðu,” segir hann. Þegar hugur og sál uppljómast af gleði yfir þeirri fullvissu að við erum sætt við Guð, þegar við finnum bærast hið innra með okkur vonina um eilíft líf í Kristi og eignumst þá ánægju að vera öðrum til blessunar finnum við til þess fagnaðar sem færir enga sorg með sér. 72 DL 179.6
Kristnir menn ættu að vera glaðværasta og hamingjusamasta fólkið sem til er. 73 DL 179.7