Daglegt Líf
ÞAKKARGJÖRÐ OG LOFSÖNGUR, 16. júní
Gangið inn um hlið hans med þakkargjörð, i forgarda hans með lofsöng. Lofið hann, vegsamið nafn hans. Sálm. 100, 4 DL 173.1
Ef við helgum hjarta og huga þjónustu Drottins, gjörum það verk sem hann hefur ætlað okkur og göngum í fótspor Jesú munu hjörtu okkar verða heilagar hörpur og hver strengur þeirra mun senda frá sér þakkargjörð og lofsöng til lambsins sem sent var af Guði til að bera syndir heimsins... DL 173.2
Kristur vill að hugsanir okkar snúist um hann... Lítið í burtu frá sjálfum ykkur til Krists Jesú, lífsneista hverrar blessunar, hverrar náðargjafar, lífsneista alls þess, sem er dýrmætt og mikilvægt börnum Guðs... DL 173.3
Drottinn Jesús er styrkur okkar og hamingja, hið mikla forðabúr sem menn undir öllum kringumstæðum geta fengið styrk frá. Er við rannsökum hann, tölum um hann, verðum færari og færari um að sjá hann — er við tryggjum okkur náð hans og meðtökum blessanir þær sem hann býður okkur, höfum við eitthvað til að láta öðrum hjálp í té. Fyllt þakklæti, veitum við öðrum blessanir þær, sem hafa fúslega verið veittar okkur. Með því að taka þannig á móti og gefa síðan, vöxum við í náð og dýrmætur straumur lofsöngs og þakkargjörðar streymir stöðugt fram af vörum okkar. Hinn ljúfi andi Jesú vekur þakkargjörð í hjörtum okkar og öryggistilfinning lyftir upp sálum okkar. Hið óskeikula, ótæmandi réttlæti Krists verður fyrir trú okkar réttlæti. 48 DL 173.4
Þakkið Guði þegar þið opnið augun á morgnana fyrir það að hann hefur varðveitt ykkur yfir nóttina, þakkið honum fyrir friðinn í hjartanu. Látið þakklæti, sætt eins og ilmandi reykelsi, stíga upp til himna á morgnana, um hádegi og á kvöldin... DL 173.5
Englar Guðs, svo skiptir þúsundum,... vernda okkur gegn illu og hrinda til baka myrkravöldunum sem eru að leitast við að eyða okkur. Höfum við ekki ástæðu til að vera þakklát á hverju augnabliki, þakklát jafnvel þegar augljósir erfiðleikar eru á leið okkar. 49 DL 173.6