Daglegt Líf

147/366

FRIÐUR VEGNA MEÐVITUNDAR UM RÉTTA BREYTNI, 26. maí

Gnótt friðar hafa þeir, er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hœtt. Sálm. 119, 165 DL 152.1

Ef hugurinn er frjáls og hamingjusamur vegna meðvitundar um rétta breytni og ánægju yfir því að hafa gert aðra hamingjusama, skapar það glaðværð, sem hefur áhrif á allt líkamskerfið, veldur frjálsari blóðrás og hressir upp á allan líkamann. Blessun Guðs er læknandi kraftur og þeir, sem gera mikið öðrum til góðs munu skynja þá undursamlegu blessun bæði í hjarta og lífi. 116 DL 152.2

Þeir sem ganga veg viskunnar og heilagleikans munu ekki vera ónáðaðir af tilgangslausum harmi yfir illa notuðum stundum. Sorti og hryllingur hugans mun heldur ekki ónáða þá, eins og suma, nema þeir taki þátt i einskis nýtum og ómerkilegum skemmtunum... DL 152.3

Skemmtanirnar æsa hugann, en hryggð mun vissulega koma á eftir. Nytsamt starf og líkamleg hreyfing munu hafa heilsusamlegri áhrif á hugann og munu styrkja vöðvana, bæta blóðrásina, og reynast undursamlegur máttur til að endurheimta heilsuna... DL 152.4

Meðvitundin um rétta breytni er besta lyfið fyrir sjúka líkama og huga. Heilsa og þróttur er hin sérstaka blessun Guðs, sem kemur yfir þann, sem tekur á móti. 117 DL 152.5

Góðverk gerir bæði gefanda og þiggjanda gott. Ef þú gleymir sjálfum þér í áhuga þínum á öðrum, munt þú eignast sigur yfir krankleika þínum. Sú ánægja, sem þú munt eignast við það að gera gott mun veita þér mikla aðstoð við það að endurheimta hinn heilsusamlega blæ hugmyndaflugsins. Ánægjan yfir því að gera gott örvar hugann og ómar gegnum allan líkamann. 118 DL 152.6

Einstaklingurinn er á veginum sem liggur heilsunnar ef hugurinn er rólegur og ánægður í Drottni. 119 DL 152.7