Daglegt Líf

144/366

DANÍEL ER FORDÆMI í HÓFSEMI, 23. maí

Og konungur átti tal við þá, en eigi fannst neinn af þeim öllum slíkur sem þeir Daniel, Hananja, Mísael og Asarja... Og í öllum hlutum, sem viturleik og skilning þurfti við að hafa og konungur spurði þá um, reyndust þeir tíu sinnum fremri en allir spásagnamenn og sœringamenn í öllu ríki hans. Dan. 1, 19 .20 DL 149.1

I þessi þrjú ár, sem verið var að þjálfa Daniel og félaga hands, héldu þeir við sínum hófsömu venjum, hollustu sinni við Guð og hinu stöðuga trausti á mátt hans. Og þegar tími kom til þess að konungurinn prófaði hæfileika þeirra og það sem þeir höfðu lært, voru þeir prófaðir ásamt öðrum umsækjendum um þjónustu fyrir ríkið... Hinn skarpi skilningur þeirra hið ágæta og nákvæma mál þeirra og yfirgripsmikla þekking vitnaði um hinn óspillta styrk og kraft hinna andlegu hæfileika þeirra... DL 149.2

Guð heiðrar ávallt hina réttlátu. Efnilegustu ungmennin frá öllum þeim löndum sem hinn mikli konungur hafði lagt undir sig voru saman komnar í Babylon og þá var enginn á meðal þeirra jafningi hebresku fanganna. Hinn teinrétti líkamsburður, hin öruggu, fjaðurmögnuðu skref, fagurt yfirlit, óslævð skilningarvit og hreinn andardráttur — allt þetta var tignarmerki um göfugleika þann, sem náttúran heiðrar þá með, sem eru hlýðnir lögum hennar... DL 149.3

Þeir stóðu bjargfastir þótt þeir væru umkringdir tælandi áhrifum hinnar óhófsömu hirðar Babylonar. Allt í kringum nútíma æsku er tælt til sjálfseftirlætis. Einkum er í hinum stóru borgum okkar hvers konar eftirlátssemi við holdið gerð auðveld og lokkandi. DL 149.4

Hinn skýri hugur Daniels og fasti ásetningur, hæfileiki hans til að öðlast þekkingu og að standa gegn freistingu var að miklu leyti einfaldleik matarræðis hans, ásamt bænalífi hans að þakka... DL 149.5

Komið fram í manndómi þeim sem Guð gaf ykkur. Guð mun launa ykkur með rólegum taugum, skýrum huga, óspilltri dómgreind og skörpum skilningi. Sú nútíma æska sem á fastar og óbifanlegar meginreglur mun verða blessuð með heilsu líkama, hugar og sálar. 103 DL 149.6