Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

181/281

Að endurtaka syndir Nadabs og Abihús

Og hvaða áhrif hefur þetta á vantrúaða? Hinn heilagi staðall Orðs Guðs er lagður niður í duftið. Guð og hið kristna nafn er gert fyrirlitlegt. Siðspillandi meginreglur eru styrktar fyrir atbeina þessarar óbiblíulegu aðferðar við að afla fjár. Og þetta er eins og Satan vill hafa það. Menn eru að endurtaka syndir Nadabs og Abihús. Þeir eru að nota almennan eld í stað heilags elds í þjónustu Guðs. Drottinn veitir engum slíkum fórnum viðtöku. RR 113.4

Allar þessar aðferðir til að færa fjármuni í fjárhirslur hans eru honum andstyggð. íÞað er uppgerðarhelgun sem er að baki slíkum aðgerðum. - R&H 8. des. 1896. RR 114.1