Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Að kenna hinum fátœku að vera gjafmildir
Oft eru þeir, sem veita sannleikanum viðtöku, úr röðum hinna fátæku í þessum heimi; en þeir ættu ekki að láta þetta verða til þess að afsaka vanrækslu sína gagnvart þeim skyldum sem falla á þá í ljósi þess dýrmæta sannleika sem þeir hafa meðtekið. Þeir ættu ekki að leyfa fátækt að hindra sig í að safna fjársjóði á himnum. Blessanir sem standa hinum ríku til boða, standa þeim einnig til boða. Ef þeir eru trúir í að nota það litla sem þeir hafa, mun fjársjóður þeirra á himnum aukast í samræmi við trúmennsku þeirra. Það er hvötin á bak við gjörðir þeirra, ekki magn þess sem þeir gjöra, sem gerir fórn þeirra dýrmæta í augum Guðs. - GW 222. RR 66.2