Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

100/281

Að fræða nýja meðlimi

Starfsmaður ætti ekki að láta einhvern hluta starfsins ógerðan vegna þess að ekki er ánægjulegt að framkvæma hann, með það í huga að næsti prestur muni gera það fyrir hann. Þegar þetta er tilfellið og annar prestur kemur á eftir þeim fyrsta og leggur fram þær kröfur sem Guð gerir til fólks síns, halda sumir aftur af sér og segja: “Presturinn sem færði okkur sannleikann talaði ekki um þessa hluti.” Og þeir móðgast vegna þessa. Sumir neita að veita tíundarkerfinu viðtöku; þeir fara frá og ganga ekki lengur með þeim sem trúa á og elska sannleikann. Þegar því eru opinberaðir aðrir þættir, svara þeir: “Okkur var ekki kennt þetta þannig,” og þeir hika við að halda áfram. Hversu miklu betra hefði það ekki verið ef fyrsti boðberi sannleikans hefði trúverðuglega og gagngert uppfrætt þessa nýju meðlimi varð- andi öll mikilvæg mál, jafnvel þó færri hefðu bæst við í söfnuðinn undir starfi hans. Guð væri ánægðari með að sex snerust algjörlega til sannleikans, heldur en að sextíu gerist játendur og snúist samt ekki í raun og veru. RR 64.2

Pað er hluti af starfi prestsins að kenna þeim, sem veita sannleikanum viðtöku fyrir starf hans, að færa tíundina í forðabúrið sem viðurkenningu þess að þeir eru Guði háðir. Nýja meðlimi á að upplýsa fullkomlega varðandi skyldu þeirra í að skila Drottni því sem honum tilheyrir. Skipunin um að greiða tíund er svo greinileg að ekki er til neitt sem kemur nálægt því að vera afsökun fyrir að hafa það að engu. Sá sem vanrækir að gefa leiðbeiningar varðandi þetta atriði lætur ákaflega mikilvægan hluta starfs síns ógerðan. RR 65.1

Prestar verða einnig að brýna fyrir fólkinu mikilvægi þess að taka á sig aðrar byrðar í sambandi við starf Guðs. Enginn er undanþeginn starfi góðvildarinnar. Kenna verður fólkinu að sérhver deild málefnis Guðs ætti að njóta aðstoðar þeirra og vekja áhuga þeirra. Hinn mikli trúboðsakur stendur opinn fyrir framan okkur og þessu atriði verður að hreyfa við aftur og aftur. Gera verður fólkinu skiljanlegt, að það eru ekki heyrendur heldur gerendur orðsins sem munu öðlast eilíft líf. Og það á einnig að kenna því að þeir sem verða meðtakendur náðar Guðs eiga ekki eingöngu að veita af efnum sínum til að efla sannleikann, en eiga að gefa sjálfa sig óskipta. - GW 369371. RR 65.2