Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

88/281

Kafla 20—Viðbrögð vakinnar samvisku

Greinilegar framfarir hvað snertir andlegt líf, guðrækni, kærleika og athafnasemi hafa átt sér stað sem árangur af sérstökum samkomum í söfnuði. Ræður voru fluttar um þá synd að ræna Guð í tíund og gjöfum . . . RR 58.1

Margir játuðu að hafa ekki greitt tíund árum saman; og við vitum að Guð getur ekki blessað þá sem eru að ræna hann og að söfnuðurinn mun líða sem afleiðing af syndum einstakra meðlima. Safnaðarbækur okkar innihalda mörg nöfn; ef allir væru skjótir til að greiða Drottni heiðarlega tíund, sem er hans hluti, myndi ekki skorta efni í fjárhirsluna . . . RR 58.2

Þegar synd þess að ræna Guð var sett fram, öðlaðist fólkið skýrari mynd af skyldum sínum og forréttindum í þessu máli. Einn bræðranna sagði að hann hefði ekki greitt tíund í tvö ár, og hann var örvona; en þegar hann játaði synd sína, fór honum að veitast von. “Hvað á ég að gera,” sagði hann. RR 58.3

Ég sagði: — Afhentu gjaldkera safnaðarins ávísun með loforði þínu, það er góður viðskiptamáti.” RR 58.4

Honum fannst það frekar undarleg beiðni; en hann settist niður og byrjaði að skrifa: — Fyrir fengin verðmæti, lofa ég að greiða -” Hann leit upp, eins og hann væri að segja: Er þetta rétta formið á “loforðsávísun” til Drottins? RR 58.5

“Já,” hélt hann áfram, “fyrir fengin verðmæti. Hef ég ekki tekið á móti blessunum Guðs dag eftir dag? Hafa englarnir ekki verndað mig? Hefur Drottinn ekki blessað mig með alls kyns andlegum og tímanlegum blessunum? Fyrir fengin verðmæti, lofa ég að greiða upphæðina $571.50 til gjaldkera safnaðarins.” Eftir að hafa gert allt sem hann gat frá hans hálfu, var hann hamingjusamur maður. Eftir fáeina daga sótti hann loforðsávísun sína og greiddi tíund sína inn í fjárhirsluna. Hann hafði einnig lagt fram 125 dollara jólagjöf. RR 58.6

Annar bróðir afhenti loforðsávísun upp á 1000 dollara sem hann bjóst við að greiða eftir nokkrar vikur; og einn afhenti loforðsávísun upp a 300 dollara. —R&H 19. feb. 1889. RR 59.1