Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Engin áhœtta
Ó, hvílík náðarsamleg, fullkomin og alger fullvissa okkur er gefin, ef við aðeins viljum gera það sem Guð krefst af okkur! Takið þessu máli þeim tökum eins og þið tryðuð að Drottinn muni gjöra nákvæmlega eins og hann hefur lofað. Vogum einhverju upp á orð Guðs. Margir taka mikla áhættu í ákafa sínum að verða ríkir; litið er framhjá eilífum umhugsunarefnum og göfugum meginreglum fórnað; samt geta þeir tapað öllu í leiknum. En með því að taka hinu himneska tilboði, þurfum við ekki að taka neina slíka áhættu. Við þurfum að taka Guð á orðinu og ganga fram í hreinskilni og í trú samkvæmt loforðinu og afhenda Guði það sem honum tilheyrir. - R&H 18. des. 1888. RR 54.3