Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

73/281

Kafla 17—Boðskapur Malakí

Aðfinnslur og viðvaranir og loforð Drottins eru gefin í skýru máli í Malakí 3.8: “Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: í hverju höfum vér prettað þig? Í tíund og lyftifórnum.” RR 50.4

Þessi boðskapur hefur ekki glatað neinu af krafti sínum. Hann er jafn ferskur í mikilvægi sínu eins og gjafir Guðs eru ferskar og stöðugar. Það er engum erfiðleikum bundið að skilja skyldu okkar í ljósi þessa boðskapar sem gefinn er fyrir munn Guðs heilaga spámanns. Við erum ekki látin staulast og hrasa í myrkri og óhlýðni. Sannleikurinn er skýrt settur fram og hver sem vill vera heiðarlegur í augum Guðs getur skilið hann. Tíundi hluti allra tekna okkar tilheyrir Drottni. Hann leggur hönd sína á þann hluta sem hann hefur tilgreint að við skilum til hans og segir: Ég leyfi ykkur að nota gjafir mínar eftir að þið hafið lagt einn tíunda hluta til hliðar og hafið komið til mín með gjafir og fórnir. RR 50.5

Drottinn fer fram á það að tíund hans sé látin í fjárhirslu hans. Skilum honum þessum hluta nákvæmlega, heiðarlega og trúverðuglega. Auk þessa, kallar hann á gjafir þínar og fórnir. Enginn er þvingaður til að færa tíund sína eða gjafir sínar og fórnir til Drottins. En eins örugglega og Orð Guðs hefur verið okkur gefið, mun hann krefast síns eigin með vöxtum af hverri mannlegri veru. Ef menn eru ótrúir í að láta Guði í té það sem honum tilheyrir, ef þeir líta framhjá kröfum Guðs til ráðsmanna sinna, munu þeir ekki lengi hafa blessanir þess sem Guð hefur treyst þeim fyrir . . . RR 51.1

Drottinn hefur gefið sérhverjum manni sitt verk. Þjónar hans eiga að starfa sem meðeigendur hans. Ef þeir kjósa, geta þeir neitað að vera í samfélagi við skapara sinn; þeir geta neitað að gefa sjálfa sig í þjónustu hans og versla með þau efni sem þeim hefur verið treyst fyrir; þeir geta vanrækt að iðka sparsemi og sjálfsafneitun og geta gleymt að Drottinn krefst ávöxtunar af því sem hann hefur gefið þeim. Allir slíkir eru ótrúir ráðsmenn. RR 51.2

Dyggur ráðsmaður mun gera allt sem hann mögulega getur í þjónustu Guðs; hann mun helga sig að fullu hinni miklu þörf heimsins ... - R&H aukablað, 1. des. 1896. RR 51.3