Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Kafla 13—Grundvallað á eilífum meginreglum
Tíundakerfið nær til tímans á undan Móse. Þess var krafist að menn færðu Guði gjafir í trúarlegum tilgangi áður en kerfið í heild var gefið Móse, jafnvel allt til baka til daga Adams. Með því að verða við kröfum hans, áttu þeir að sýna með gjöfum sínum hvernig þeir mátu miskunn hans og blessanir. Þetta var gert frá kynslóð til kynslóðar og var framfylgt af Abraham sem gaf Melkísedek, presti hins Hæsta Guðs, tíund. RR 43.2
Sömu meginreglurnar voru til á dögum Jobs. Þegar Jakob var í Betel, peningasnauður flækingur og útlagi, lagðist hann niður um nótt, einmana og einn, með stein fyrir kodda og lofaði Guð þessu: “ . . . Og ég skal færa þér tíundir af öllu, sem þú gefur mér.” . . . 3 T 393. RR 43.3