Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
í öllum ráðstöfunum
Þetta [vitnað í reynslu Abrahams og Jakobs varðandi tíundargreiðslu] var venja forfeðranna og spámannanna fyrir stofnun Gyðinganna sem þjóðar. En þegar Ísrael varð sérstök þjóð, gaf Drottinn henni ákveðnar leiðbeiningar varðandi þetta atriði: “ Og öll jarðartíund heyrir Drottni, hvort heldur er af ávexti jarðar eða aldinum trjáa; hún er helguð Drottni.” Þetta lögmál átti ekki að falla úr gildi með helgisiðum og fórnum sem bentu til Krists. Svo lengi sem Guð á sér lýð á jörðinni, mun tilkall hans til þeirra vera hið sama. RR 41.4
Tíundi hluti alls ágóða okkar tilheyrir Drottni. Hann hefur tekið hann frá fyrir sjálfan sig til notkunar í trúarlegum tilgangi. Hann er helgaður. Guð hefur ekki í neinum ráðstöfunum sínum veitt viðtöku neinu, sem er minna en þetta. Vanræksla eða dráttur þessarar skyldu, mun valda guðlegri vanþóknun. Ef allir þeir sem játa sig kristna færðu Guði trúverðuglega tíundir sínar, myndi fjárhirsla hans vera full. - R&H 16. maí 1882. RR 42.1