Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Sjóðir Guðs af tíma og efnum
Sama málið er notað varðandi hvíldardaginn eins og varðandi lögmálið um tíundina: “ Sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður Drottni Guði þínum.” Maðurinn hefur engan rétt eða vald til að setja fyrsta daginn í stað hins sjöunda. Hann kann að þykjast gera þetta; “en Guðs styrki grundvöllur stendur.” Venjur og kenningar manna munu ekki minnka kröfur hins guðlega lögmáls. Guð hefur helgað sjöunda daginn. Þessi sérstaki tími, sem Guð sjálfur setti til hliðar fyrir trúarlega tilbeiðslu, er eins helgur í dag og þegar hann var fyrst helgaður af skaparanum. RR 41.1
Á sama hátt er tíundin “helguð Drottni”. Nýja testamentið endurtekur ekki lögin um tíundina, frekar en um hvíldardaginn, því að gengið er út frá gildi beggja og andlegt mikilvægi þeirra útskyrt . . . Fyrst við sem lýður Guðs leitumst við að gefa Guði trúverðuglega þann tíma sem hann hefur tekið frá fyrir sig, ættum við þá ekki einnig að láta honum í té þann hluta fyrir efnum okkar sem hann gerir tilkall til? - R&H 16. maí 1882. RR 41.2