Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

51/281

Undirbúningur fyrir þrengingartímann

Hús og landareignir munu ekki koma hinum heilögu að neinu gagni á þrengingartímanum, því þeir munu þá þurfa að flýja undan óðum múg, og á þeim tíma munu þeir ekki geta losnað við eigur sínar til að efla málefni sannleikans fyrir okkar tíma. Mér var sýnt að það er vilji Guðs að hinir heilögu losi sig við sérhvern farartálma áður en tími erfiðleikanna kemur og geri sáttmála við Guð með fórn. Ef þeir hafa eignir sínar á altarinu og spyrja Guð einlæglega um skyldu sína, mun hann segja til um hvenær eigi að losa sig við þessa hluti. Þá munu þeir verða frjálsir á tíma erfiðleikanna og ekki hafa neinar hindranir til að íþyngja sér. RR 36.4

Ég sá að ef einhverjir héldu í eignir sínar og leituðu ekki til Guðs varðandi skyldu sína, myndi Guð ekki opinbera skylduna og þeim yrði leyft að halda eignum sínum, og á tíma erfiðleikanna myndu þær koma yfir þá eins og fjall til að knosa þá, og þeir myndu reyna að losa sig við þær en ekki geta. Ég heyrði suma harma á þennan hátt: “Málefnið var örmagna, fólk Guðs hungraði eftir sannleikanum, og við gerðum enga tilraun til að bæta úr þörfinni; nú er eign okkar gagnslaus. Ó að við hefðum látið hana fara og lagt upp fjársjóð á himnum!” RR 37.1

Ég sá abfórn jókst ekki, en hún minnkaði og eyddist upp.Ég sá einnig að Guð hafði ekki krafist þess að allir á meðal fólks hans losuðu sig við fasteignir sínar á sama tíma, en ef þeir höfðu löngun til að fræðast, myndi hann láta þá vita, á neyðartímum, hvenær þeir ættu að selja og hve mikið. Sumir hafa verið beðnir að selja fasteignir sínar á liðnum tíma til að halda uppi aðventhreyfingunni, en öðrum hefur verið leyft að halda sínum þangað til á neyðartíma. Þá verður það skylda þeirra að selja eftir því sem málefnið þarfnast þess. - EW 56, 57. RR 37.2