Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Eigum við að yfirgefa starfið?
Boðskapur okkar er heimsvíðtækur; samt gera margir bókstaflega ekkert og margir aðrir sáralítið, og það er svo mikill skortur á trú samfara þessu, að það sem gert er samsvarar nánast engu. Eigum við að yfirgefa svæðin sem við höfum þegar hafíð starf á erlendis? Eigum við að leggja niður hluta af starf- inu á heimasvæðunum? Eigum við að verða skelfingu lostin vegna skuldar upp á nokkur þúsund dollara? Eigum við að bregðast og verða að slóðum, núna í síðustu atburðum jarðarsögunnar? Hjarta mitt segir, nei, nei. Ég get ekki hugleitt þessa spurningu án þess að fá brennandi löngun til að starfið geti gengið áfram. Við myndum ekki vilja afneita trú okkar, við myndum ekki vilja afneita Kristi; samt munum við gera það nema við sækjum fram eftir því sem forsjón Guðs opnar leiðirnar. RR 26.4
Starfið má ekki staðna vegna fjárskorts. Það þarf að fjárfesta meira í starfinu . . . RR 27.1