Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Hið raunverulega meira en það sem búist var við
Hvílíkur fögnuður verður það að kannast við hann sem kennara okkar og endurlausnara, sem ennþá ber merki krossfestingarinnar er sendir frá sér dýrðargeisla og sem ljá aukið gildi kórónunum sem hinir endurleystu taka við úr höndum hans, þeim sömu höndum og blessuðu lærisveinana þegar hann steig upp. Hin sama rödd sem sagði “Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar,” býður hina endurleystu velkomna í návist sína. RR 183.1
Sá hinn sami sem gaf sitt dýrmæta líf fyrir þá, sá sem af náð sinni leiddi hjörtu þeirra til iðrunar, sá sem vakti þá til meðvitundar um þörf sína á iðrun, tekur nú við þeim til gleði sinnar. Ó, hve þeir elska hann! Uppfylling vona þeirra er óendanlega stórkostlegri en það sem þeir höfðu búist við. - R&H 18. júní 1901. RR 183.2