Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

278/281

Kafla 68—Þátttaka í gleði hinna endurleystu

Laun bíða hinna einlægu, óeigingjörnu starfsmanna sem fara út í þetta starf og einnig þeirra sem fúslega leggja af mörkum þeim til styrktar. Peir sem taka virkan þátt í þessu starfi og þeir sem gefa af efnum sínum til að halda þessum starfsmönnum uppi, munu eiga hlutdeild í launum hinna dyggu þjóna. RR 182.1

Sérhver vitur ráðsmaður þeirra efna sem honum er treyst fyrir, mun ganga inn til fagnaðar herra síns. Hver er þessi gleði? - “Ég segi yður, þannig mun verða meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.” . . . RR 182.2

Endurlausnarinn er dýrlegur gjörður vegna þess að hann hefur ekki dáið til einskis. Með glöðum, fagnandi hjörtum, sjá þeir sem verið hafa samstarfsmenn Guðs árangur af erfiði sálar sinnar fyrir deyjandi syndara sem eru að farast, og gleðjast. Þær kvíðafullu stundir sem þeir hafa eytt, þær erfiðu kringumstæður sem þeir hafa orðið að mæta, angist hjartans vegna þess að sumir neituðu að sjá og veita viðtöku þeim hlutum sem gefa þeim frið, er allt gleymt. Sjálfsfórnarinnar, sem þeir hafa iðkað til að styðja starfið, er ekki lengur minnst. Þegar þeir líta á þær sálir sem þeir leituðust við að vinna fyrir Jesú og sjá þær frelsaðar, frelsaðar um eilífð - sem minnisvarða um náð Guðs og kærleika endurlausnarans - enduróma um hásali himinsins köll lofgjörðar og þakklætis. - R&H 10. okt. 1907. RR 182.3