Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Kafla 66—Fjársjóður á himni
Kristur biður: “Safnið yður fjársjóðum á himni.” Þetta starf varðandi að flytja eigur ykkar til heimsins hins efra er þess virði að þið leggið orku ykkar í það. Það skipar æðsta mikilvægi og varðar eilífa hagsmuni. Það sem þú gefur til málefnis Guðs er ekki glatað. Allt sem gefið er, til frelsun sálna og Guði til dýrðar, er lagt í árangursríkasta fyrirtæki í þessu lífi og hinu komandi . . . Þegar þið gefið í verk Guðs, eruð þið að safna ykkur fjársjóðum á himnum. Allt sem þið safnið hið efra er öruggt gegn slysum og tapi og er að aukast í eilíf, varanleg efni. RR 179.3
“Augað er lampi líkamans; ef því auga þitt er heilt, þá mun allur líkami þinn vera í birtu.” Ef auganu er einbeitt, ef því er beint til himins, mun ljós himinsins fylla sálina, og jarðneskir hlutir munu virðast lítilsvirði og óaðlaðandi. Tilgangur hjart- ans mun breytast, og aðvaranir Jesú teknar til greina. Þið munuð safna fjársjóði ykkar á himnum. Hugsanir ykkar munu dvelja við hin miklu laun eilífðarinnar. Öll áform ykkar munu taka mið af hinu eilífa lífi framtíðarinnar. Þið munuð dragast að fjársjóð ykkar. Þið munuð ekki dvelja við veraldleg áhugamál ykkar; en í öllum eftirgrennslunum ykkar mun hin hljóðláta spurning vera: “Drottinn, hvað vilt þú að ég geri?” Trúarbrögð Biblíunnar munu samtvinnast daglegu lífi ykkar. RR 179.4
Ef augað einblínir á dýrð Guðs, mun fjársjóðum verða safnað hið efra, öruggum frá allri spillingu og tapi; og “þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.” - R&H 24. jan. 1888. RR 180.1