Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

267/281

Erfður auður verður oft að snöru

Peningar sem eftirskildir eru börnum leiða oft til biturleika. Þau þræta oft um eignirnar sem þeim voru eftirskildar og, þegar erfðaskrá er annars vegar, eru sjaldan öll ánægð með skiptinguna sem faðirinn framkvæmdi. Og í stað þess að eftirskildir fjármunir kveiki þakklæti og lotningu gagnvart minningu hans, skapa þeir óánægju, nöldur, öfund og óvirðingu. Bræður og systur sem átt höfðu í friðsamlegum samskiptum hvert við annað verða oft ósammála, og oft eru fjölskyldudeilur afleiðing erfðafjár. Auður er aðeins æskilegur til að uppfylla yfirstandandi þarfir og til að gjöra öðrum gott. En erfður auður verður oftar að snöru fyrir eigandann heldur en að blessun. Foreldrar ættu ekki að leitast við að láta börn sín verða fyrir þeim freistingum sem þau leiða yfir þau með því að eftirskilja þeim fjármuni sem þau sjálf hafa ekki lagt á sig neitt erfiði til að eignast. RR 172.3