Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Lifandi góðgirni eða deyjandi arfur
Drottinn hefur í hyggju að litið verði á lát þjóna hans sem missi, vegna þeirra áhrifa sem þeir höfðu til góðs og hinna mörgu fúsu gjafa sem þeir létu af hendi til að bæta í fjárhirslu Guðs. Deyjandi arfur er aumt fyrirbæri í staðinn fyrir lifandi góðgirni. Þjónar Guðs ættu að vera að gera erfðaskrá sína hvern dag, í góðum verkum og örlátum gjöfum til Guðs. Þeir ættu ekki að láta upphæðina sem Guði er gefin vera hlutfallslega litla í samanburði við upphæð sem þeir nota fyrir sjálfa sig. Þegar þeir gera erfðaskrá sína daglega, munu þeir muna eftir þeim hlutum og þeim vinum sem eiga stærsta rúm í hjörtum þeirra. RR 168.4
Besti vinur þeirra er Jesú. Hann hélt ekki aftur af sínu eigin lífi gagnvart þeim, heldur varð þeirra vegna fátækur svo að þeir gætu orðið ríkir fyrir hans fátækt. Hann á allt hjartað skilið, allar eigur þeirra - allt sem þeir hafa og eru. En margir þeirra sem játa sig kristna láta hjá líða að bregðast við tilkalli Jesú í lifanda lífi og smána hann með því að gefa honum aðeins smágjöf þegar þeir deyja. RR 169.1
Allir í þessum hóp skyldu muna, að þetta rán gagnvart Guði er ekki athöfn gerð af skyndihvöt, heldur vel íhugað áform sem þeir innleiða með orðunum: “Með fullu ráði” . . . RR 169.2
Við þurfum öll að vera rík í góðum verkum í þessu lífi ef við viljum tryggja okkur framtíðarlífið - eilífa lífið. Þegar dómurinn verður settur og bækurnar verða opnaðar, mun hverjum manni verða goldið samkvæmt verkum hans. Mörg þeirra nafna sem skráð eru í safnaðarbækurnar eru sökuð um rán í bókum himinsins. Og nema að þessir iðrist, og vinni fyrir meistarann af óeigingjarnri góðgirni, munu þeir vissulega eiga hlutdeild í dómnum yfir ótrúa þjóninum. RR 169.3